Get the Flash Player to see this player.
 
 
┌thlutun Menningarrß­s Ý gŠr PDF Prenta Rafpˇstur
Mi­vikudagur, 28 Jan˙ar 2009

Menningarráð Austurlands úthlutaði í gær styrkjum til hátt í hundrað menningarverkefna á Austurlandi, samtals að upphæð 30 milljónir króna.  Hæstu styrkirnir námu einni milljón króna en þeir lægstu 100 þúsund krónum.  Alls bárust Menningarráðinu 140 styrkumsóknir að þessu sinni.  Á vef Menningarráðsins www.menningarrad.is segir að ráðherrar menntamála og iðnaðar hafi endurnýjað samstarfssamning ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál þann 9. janúar 2008 og gildir hann til ársloka 2010.  Þetta er í níunda sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi ríkis og sveitarfélaga en fyrsta úthlutun fór fram árið 2002.  Af umsóknum og úthlutunum í ár má ráða hve fjölbreytt og blómlegt lista- og menningarlíf er á Austurlandi, allt frá Vopnafirði og suður í Öræfi.  Sérstaklega er sýnileg nýsköpun og gróska í starfsemi sem við kemur börnum og unglingum og hljóta mörg slík ný verkefni styrk.  Verkefni eins og LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, eru búin að hasla sér völl en eru enn í fullum vexti. 

Ný verkefni fyrir ungt fólk eru nú á sviði leiklistar, myndlistar, tónlistar og ferðaþjónustu og koma eflaust til með að skapa enn frekari atvinnu hér á Austurlandi í framtíðinni.  Sérstaklega athygli vekur einnig hversu margir listamenn á Austurlandi sækja sjálfir um stuðning til verkefna sem þeir ætla að hrinda í framkvæmd.  Mikilvægt er að fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sjái tækifæri í að efla samstarf við listamenn á Austurlandi nú á tímum atvinnuleysis og þrenginga á vinnumarkaði.  Menning og listir auðga samfélagið, auk þess hafa listamenn lengi verið helstu hugmyndasmiðir í nýsköpun hvers konar og komið að gerð nýrrar vöru og vöruflokka.  Að fá listamennina í aukið samstarf er mjög mikilvægt fyrir uppbyggingu á Austurlandi næstu árin.

Frétt af vef Menningarráðs Austurlands, www.menningarrad.is.

Úthlutun Menningarráðs Austurlands 2009  

1.000.000  Þjóðleikur. Samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, Þjóðleikhússins og Vaxtarsamnings Austurlands. Samin og sett upp ný verk fyrir unglinga hjá þrettán leikhópum á Austurlandi.

1.000.000  Hrepparígur og Hreyfileikhús. Frú Norma, atvinnuleikhús. Nýtt íslenskt verk Hrepparígur og Hreyfileikhús með ungmennum á Austurlandi í tengslum við vinnuskóla bæjarfélaga.   

900.000 Vesturveggurinn, fræðsluverkefni og fimm sýningar í aðalsal. Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi.   

800.000 Teiknimyndasmiðja, Gjörningasmiðja, Trúðasmiðja, Hljóðsmiðja og fleira.  LungA - Listahátíð ungs fólks á Austurlandi.   

800.000 Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi með áherslu á heimamenn og erlendar jazzhljómsveitir. Elsta jazzhátíð á Íslandi og löngu heimsþekkt.   

800.000 700IS Hreindýraland. "minni borgir - minni svæði". Kvikmynda- og vídeólistahátíð á Austurlandi.    

800.000 Jesus Christ Superstar, söngleikur fyrir ungt fólk á Austurlandi.  Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð í samstarfi við framhaldsskóla á Austurlandi.   

700.000 „Einu sinni á ágústkvöldi“ sem inniheldur m.a. dans-, leik- og tónsmiðju, skáldakvöld og fleira hjá  Menningarmálanefnd Vopnafjarðar.   

650.000 Söguslóðir Vopnfirðingasögu og heiðarbýlin í Vopnafirði. Þrjú verkefni hjá Ferðamálafélagi Vopnafjarðar.   

600.000 Kammerkóramót, tónleikar Kammerkórs Austurlands og fleira undir stjórn Kára Þormars.   

600.000 Gönguleiðir á slóðir trölla og álfa og þrjú önnur verkefni hjá Minjasafninu á Bustarfelli.   

600.000 Óperuinnsetningin EVA og Ótrúleg Ævintýri, listnámskeið fyrir börn. Eiðar ehf.   

550.000 Síðasta lag fyrir svæðisútvarp. Dúóið Stemma, uppákoma í tali og tónum og tónlistarnámskeið  hjá Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð.   

500.000 Söguslóð á Suðausturlandi, klasaverkefni með áherslu á menningu og sögu Suðausturlands.   

500.000 „Grafík frá Færeyjum“ og Homo Graphicus 10 ára.  Grafíksetrið á Stöðvarfirði, fræðslumiðstöð fyrir list og listhandverk.   

500.000 Landkynningarferð með Þórbergi/Söguferð í Suðursveit og tónleikar á Kálfafellstað. Tvö verkefni hjá Þórbergssetri í Suðursveit.              

500.000 Útlitshönnun tónleikaumgjarðar, breiðskífu og kynningarefnis fyrir hljómsveitina Bloodgroup.   

500.000 Svavar Guðnason – augnagælur. Sýning á 100 ára afmæli Svavars Guðnasonar á vegum Menningarmiðstöð Hornafjarðar.   

500.000 Tónverkið Carmina Burana, samstarfsverkefni tónlistarmanna á Austurlandi og Norðurlandi.  Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð. 

450.000 Austfirskur fjöllistahópur - Austfirskt karnival. Uppbygging karnivalshóps á Austurlandi í samstarfi við karnivalhópinn Nanu Nanu International á Írlandi undir forystu Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.   

450.000 Aðventutónleikar kórs Fjarðabyggðar í samstarfi við tónlistarmenn víða um land.   

450.000 Jólafriður, tónleikar á jólaföstu og heildarútgáfa á nótum að lögum Inga T. Lárussonar.  Daníel Arason.   

400.000 Hammondhátíð á Djúpavogi 2009. Tónlistarfélag Djúpavogs.   

400.000 Tónleikaröðin Bláa Kirkjan sumarið 2009.   

400.000 Glæpur og samviska, kvikmynd í fullri lengd. Lokavinnsla. Kvikmyndafélagið Frjálst orð.   

400.000 Tvö leikverk hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Nýtt austfirskt barnaleikrit og annað verk sett upp haustið 2009 samið af austfirsku leikritaskáldi.  

400.000 Faðir og dóttir í myndlist og söng. Pétur Behrens og Hlín Pétursdóttir.   

350.000 Sýningin Ást og rómantík, safnafræðsla og miðlun á sögu Kjarvalshvamms. Minjasafn Austurlands.           

350.000 Hönnunnarlínan Mupimup. Ecodesign sem er umhverfisvæn framleiðsla, Rósa Valtingojer og Zdenek Patak.   

350.000 Hagleikssmiðjan Gusta design. Yfirfæra kanadískt viðskiptalíkan (economuseum) til Norður-Evrópu.    

350.000 Jazzkvinttettinn Draumur á ferð um Austurland og Álfar og Álfadísir, tónlistarverkefni sótt í dulræn efni Austurlands. Einar Bragi Bragason. 

300.000 Útgáfa á þremur ljóðabókum 2009. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi.   

300.000 Alþjóðlegur tónlistardagur á Austurlandi og útgáfa á ljóðabókinni Stjarnan og fjörðurinn.  Elzbieta Arsso-Cwalinska.   

300.000 Útilistaverk í tengslum við minnismerki við Sleðbrjótskirkju. Hannað af Guðjóni Braga Stefánssyni.    

300.000 Fljótið og hringurinn. Vinnubúðir og sýning fyrir 10 - 15 listamenn. Ólöf Björk Bragadóttir.   

300.000 „Loftlagsupplýsingasvæfillinn“ - Norræn listssýning í Hallormsstaðaskógi. Skógrækt ríkisins Hallormsstað.   

300.000 Blúshátíðin Norðurljósablús 2009. Hornfirska skemmtifélagið.   

300.000 Fyrsta kreppan mín, málverka- og ljósmyndasýning og Stuttmynd 2009. Hlynur Pálmason.   

300.000 Í leik og leiðsögn! Lifandi leiðsögn, leiklist og sögustundir í Ævintýralandi á Borgarfirði eystri. Ferðaþjónustan Álfheimar.      

250.000 Menningartengd ferðaþjónusta á Óslandi og Suðurfjörðum. Fjöruferðir ehf.   

250.000 Sögusýning um Alþýðuskólann á Eiðum. Samtök Eiðavina.   

250.000 Austfirskir munkar og miðaldalíf. Gerð kynningarefnis fyrir ferðamenn og fræðsluefnis fyrir grunnskóla. Stofnun Gunnars Gunnarssonar. 

200.000 Sumartónleikarröð Egilsstaðakirkju. Torvald Gjerde.   

200.000 Kuldaboli 2009. Útivistar- og menningarhátíð ungmenna á Austurlandi. Félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar.   

200.000 Bátasmiðja ungs fólks. Setja upp bátasmiðju fyrir ungt fólk við Randulffssjóhús á Eskifirði. Mjóeyri ehf.   

200.000 Tón- og sjónverk á sama tíma á Egilsstöðum og í Wellington NZ. Kristín Arna Sigurðardóttir   

200.000 Skapandi námskeið fyrir 14 - 16 ára. Vegahúsið og Nýung, félagsmiðstöðvar.   

200.000 Bændatal og byggðaröskun 1700 - 2000. Bókaútgáfa. Vilhjálmur Hjálmarsson.   

200.000 Leikritið Sigrún Ástrós, gamaneinleikur eftir Willy Russel. Guðjón Sigvaldason.    

200.000 Alþjóðlegt þýðendamálþing á Hornafirði. Háskólasetrið á Hornafirði og fleiri.   

200.000 Skógarpúkarnir. Kynna og efla áhuga yngstu kynslóðarinnar á trjám og trjárækt. Félag skógarbænda á Héraði.   

200.000 Dýrð ungmenna Hornafjarðar. Efla ungmenni í því að setja upp og standa fyrir viðburðum. Þrykkjan félagsmiðstöð og fleiri.   

200.000 Heitir straumar – kaldar strendur. Myndlistarsýning austfirskra og norskra listamanna. Íris Lind Sævarsdóttir.   

200.000 Aldamótabörn, trúðar og upplýsingapóstar. Þjálfa ungmenni til að taka á móti skemmtiferðaskipum á Seyðisfirði á listrænan hátt. Skrifstofa ferða- og menningarmála á Seyðisfirði.   

200.000 Bræðslan 2009 - Tónlistarhátíð haldin í fimmta skipti. Áskell Heiðar Ásgeirsson.   

200.000 Sumartónleikar á Austurlandi 2009. Ásgeir Páll Ágústsson, Þorvaldur Kr. Þorvaldsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Í umsjá Alberts Eiríkssonar.

200.000 Eistnaflug. Stærsta rokkhátíð sem haldin er á landinu. Stefán Magnússon.    

200.000 Víkingar af lífi og sál, vekja upp landnámsmenn og fá þá til að kynna sig fyrir áheyrendum í eigin persónu. Skaftafellsstofa og fleiri.   

200.000 Stelkur, tónleikar á Myrkum músikdögum og víðar. Charles Ross.            

200.000 Birds.is, uppsetning á skiltum um lífríki á fjörusvæði Djúpavogshrepps. Ferðamálafélag Djúpavogshrepps.                

200.000 Fjöllistanámskeið á Fáskrúðsfirði fyrir börn og ungmenni 2009. Cirkus Atlantis og Leikhópurinn Vera.       

200.000 Námskeið fyrir alla. Listasmiðja Norðfjarðar.    200.000      Kvöldvaka og gönguvika. Kvöldvökur í gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð og fleiri.   

200.000 Ljóstillífun í hjartanu. Listsýning/innsetning samstarfsverkefni. Ingunn Þráinsdóttir.   

200.000 Drög að ferðahandbók um Neskaupstað. Skáldsaga. Jón Knútur Ásmundsson.   

200.000 Ljósmyndasýning við sjávarsíðuna. Ljósmyndasafn Eskifjarðar og Sjóminjasafn Austurlands.   

200.000 Einleiksverk á gítar gefin út á geisladisk. Svanur Vilbergsson.   

150.000 Leikverk vorið 2009. Leikfélag Hornafjarðar.                                  

150.000 Ísvélin, leikverk fyrir unglinga. Leikhópurinn Lopi.   

150.000 Gospelnámskeið á Vopnafirði. Vopnafjarðarsókn.   

100.000 Efling dansáhuga og íslenskrar dansmenningar hjá börnum. Dansfélagið Fiðrildin.   

100.000 Einleikstónleikar á gítar. Matti Saarinen.   

100.000 Söguslóðir Sigfúsar Sigfússonar. Héraðsskjalasafn Austfirðinga.   

100.000 Borgarfjörður með eigin augum. Ljósmyndasýning í minningu Helga Arngrímssonar. Jóna Björg Sveinsdóttir.   

100.000 We Go Places. Samstarfsverkefni tveggja grafískra hönuða.  Guðmundur Ingi Úlfarsson.   

100.000 Heiðarbýlin – gönguleiðir. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs.   

100.000 Í fótspor Dieter. Ljósmyndaverkefni. Sandra Mjöll Jónsdóttir.   

100.000 Útgáfa á ljóðabók með ljóðum Þorsteins Jóhannssonar frá Svínafelli. Pálína Þorsteinsdóttir. 

Sérstök samstarfs- og þróunarverkefni:
3.000.000   Íslenskan er okkar mál; Samstarf við Listahátíð í Reykjavík; Ferðastyrkir vegna samstarfs  við Írland og Noreg (verða auglýstir sérstaklega).                

Frekari upplýsingar gefur: Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi, menning@skriduklaustur, sími: 471-3230 og 860-2983

 

 
Laugardagur 30. apríl
 Úr myndasafni
Jˇlatˇnleikar Tˇnlistarskˇlans, 15. desember 2010.
Ýmislegt
A­alskipulag 2010-2030
A­sendar greinar
Almannavarnir
Deiliskipulag ß hafnarsvŠ­i - skipulagslřsing
Ey­ubl÷­ / umsˇknir
Fjallagarpar Sey­isfjar­ar
Fj÷lmenningarsetur
GJALDSKR┴R
Island.is
Laust h˙snŠ­i hjß Sey­isfjar­arkaupsta­
Laus st÷rf hjß Sey­isfjar­arkaupsta­
Lˇnsleira
Myndir
Pˇstlisti
Sey­fir­ingafÚlagi­
Sey­fir­ingar vikunnar
Sey­isfjar­arpˇsturinn
Snjˇmoksturskort
Sorpflokkun
Sveitastjˇrnarkosningar 2014
StrŠtisvagnar Austurlands
Upplřsingarit fyrir nřja Ýb˙a
┌tgefi­ efni
Ve­ri­ ß Austurlandi
VefmyndavÚlar
Vefsjß um Sey­isfj÷r­
Visit Seydisfjordur
Nýjustu fundargerðir
Viðburðir

Seyðisfjarðarkaupstaður - Hafnargötu 44 - 710 Seyðisfjörður - Sími 470 2300 - Fax 472 1588 - sfk@sfk.is - Kt. 560269-4559