Fréttir

Frábært verkefni og enn betri undirtektir!

Plastpokalaus bær

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir er í forsvari fyrir sjálfboðaliðaverkefnið "Plastpokalaus Seyðisfjörður". Hún óskaði eftir viðbrögðum á fésbókinni fyrir nokkru síðan, sem aldeilis stóðu ekki á sér, og í dag fór hún með ca 30 fjölnota poka í Kjörbúðina og munu fleiri pokar bætast við síðar i í dag.
Lesa meira
Nýir fatagámar

RKÍ deildin á Seyðisfirði

RKI deildin á Seyðisfirði hefur nú fengið tvo nýja fatagáma, sem er búið að koma fyrir niður við höfn. Þar má líka ná í RKI fata-plastpoka í kassa á hlið gámsins.
Lesa meira
Spennandi breytingar fram undan!

Frá bókasafninu

Ágætu Seyðfirðingar/viðskiptavinir! Til stendur að flytja Bókasafn Seyðisfjarðar í sumar í rauða skóla og sameina það skólabókasafni Seyðisfjarðarskóla. Bókasafnið verður opið eins og vant er til júníloka, en um miðjan júní förum við að pakka safninu í kassa og því væri gott ef þið gætuð skilað inn lesnum útlánsbókum og valið ykkur nýjar sumarbækur sem fyrst.
Lesa meira
Ökuhraði innanbæjar

Frá forvarnarfulltrúa

Að gefnu tilefni eru ökumenn vinsamlegast beðnir að virða hraðatakmarkanir á götum bæjarins. Í flestum íbúagötum er til að mynda einungis 30km hámarkshraði. Við megum ekki gleyma okkur, margir litlir fætur eiga heima í bænum okkar og gætu birst óvænt – sérstaklega í íbúahverfunum. Liggur okkur nokkuð svona mikið á? Kær forvarnarkveðja, Eva.
Lesa meira
Allar vikur eru samt hreyfivikur

Hreyfivika 2017, samantekt

Ýmislegt var um að vera á Seyðisfirðij í síðustu viku, Hreyfiviku 2017. Þar má meðal annars nefna Sundkeppni sveitarfélaganna, þar sem keppt er um hvaða sveitarfélag, með tilliti til íbúafjölda, syndir mest í vikunni. Nú eru úrslitin ljós og Seyðisfjörður var í 19. sæti af 26 sveitarfélögum.
Lesa meira
Tvöföld verðlaun!

Blindrahundur

Blindrahundur eftir Kristján Loðmfjörð hlaut bæði áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, sem lauk í gærkvöldi. Myndin fjallar um myndlistarmanninn Birgi Andrésson.
Lesa meira
Ekki henda rusli í klósettin!

Áríðandi tilkynning

Að gefnu tilefni er óskað eftir því við íbúa að henda ekki blautþurrkum, gólfklútum, dömubindum, bleyjum og öðru rusli í klósettin. Þetta stíflar frárennslisdælur. Seyðisfjarðarkaupstaður.
Lesa meira
Breytist 1. júní

Sumaropnun Sundhallar

Frá og með 1. júní verður breyttur opnunartími í Sundhöll Seyðisfjarðar. Opið verður alla virka daga frá klukkan 7-11 og 15-20. Laugardagar frá 13-16 og lokað á sunnudögum. Vetraropnun tekur aftur við 1. september.
Lesa meira
Breytist 1. júní

Sumaropnun Íþróttamiðstöðvar

Frá og með 1. júní verður breyttur opnunartími í Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar. Opið verður alla virka daga frá klukkan 8-13 og 16-19, lokað um helgar. Vetraropnun tekur aftur við 1. september.
Lesa meira
Hótelbyggingu frestað

Fréttatilkynning

Að gefnu tilefni höfum við sem stöndum á bakvið áform um uppbyggingu hótels á Seyðisfirði undir heitinu TindarHótel ehf, ákveðið að slá þeim áformum á frest um óákveðinn tíma.
Lesa meira