Fréttir

Krakkarnir fengu mjög góðar viðtökur

ABC barnahjálp

Nemendur í 4. og 5. bekk Seyðisfjarðarskóla tóku þátt í söfnunarátakinu Börn hjálpa börnum á vegum ABC barnahjálp. Gengið var í hús í bænum fyrir páska með söfnunarbauka og var krökkunum vel tekið. Alls söfnuðust krónur 85.878 og þökkum við bæjarbúum kærlega fyrir góðar viðtökur.
Lesa meira
Kynning á verkefni

Heilsueflandi samfélag

Þann 8. mars sl. var undirritaður samningur við Landlæknisembættið þess efnis að Seyðisfjarðarkaupstaður tæki þátt í þróunarverkefninu „Heilsueflandi samfélag“. Fyrirhugaður er íbúafundur í haust, með einum af stjórnendum verkefnisins frá Rvk, til að kynna verkefnið betur í okkar samfélagi.
Lesa meira
Aðalskipulagsbreyting - skipulagslýsing – kynning.

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 -2030.

Umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsinguna skv. ákv. gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð.Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Breyting á skilmálum fyrir íbúðasvæði og atvinnu- og iðnaðarsvæði. Breytt landnotkun í Lönguhlíð.
Lesa meira
Opnar aftur 24. apríl

Sundhöll Seyðisfjarðar

Því miður hefur orðið seinkun á opnun Sundhallarinnar. Ástæðan er sú að viðhaldsvinnan við kerið var töluvert meiri en talið var í upphafi. Opnað verður aftur mánudaginn 24. apríl klukkan 6.30. Forstöðumaður.
Lesa meira
Frumkvöðull? Frumkvöðla?

Frumkvöðull mánaðarins

Aðalheiður Borgþórsdóttir var í vikunni tilnefnd frumkvöðull mánaðarins hjá atvinnumálumkvenna.is. Alla vinnur, í dag, meðal annars að stóru hótelverkefni og að þróa vetrarpakka og að markaðssetja veturinn á Austurlandi.
Lesa meira
Opin til 1. september

Dósamóttaka

Vegna fjölda fyrirspurna þá verður dósamóttakan á Seyðisfirði opin óbreytt til 1. september. Alla fimmtudaga frá klukkan 15-17. - Rauði kross Íslands.
Lesa meira
Mun þín tillaga vinna?

Merki Seyðisfjarðarskóla

Frestur til að senda inn tillögu eða hugmynd að merki skólans er liðinn. Skemmtilegt er að segja frá því að alls bárust 23 tillögur.
Lesa meira
Nýr seyðfirskur vefmiðill

Tölvu-Skjárinn

Tölvu-Skjárinn er nýr Seyðsfirskur vefmiðill sem fór í loftið í lok febrúar. Að vefmiðlinum stendur Örvar Jóhannsson og er heiti miðilsins dregið af nafni vikublaðs sem foreldrar hans stóðu að útgáfu á um áratuga skeið, en blaðið bar nafnið Frétta-Skjárinn og kom síðasta tölublað þess út í árslok 2012.
Lesa meira
Austurland : Make it happen again

Austurland.is

Stórum áfanga verður náð í verkefninu um Áfangastaðinn Austurland miðvikudaginn 22. mars næst komandi þegar ný heimasíða www.austurland.is opnar með viðhöfn á Egilsstaðaflugvelli. Heimasíðunni er ætlað að vera gátt inn í Austurland og er fyrir alla þá sem vilja leita sér upplýsinga um búsetukosti svæðisins, atvinnu og fjárfestingamöguleika. Síðast en ekki síst er síðan gátt fyrir gestina okkar sem vilja heimsækja Austurland og fá nasasjón af austfirskum lífsstíl.
Lesa meira
Uppbyggingaráform á Seyðisfirði

Hótel- og vetrartúrismi

Undirbúningur að byggingu heilsárs hótels á Seyðisfirði hefur nú staðið yfir í um tvö ár. Aðstandendur verkefnisins eru eigendur Langatanga 7 og þau Símon Ólafsson byggingaverkfræðingur og Anna Salska arkitekt. En þau eiga og reka arkitektafyrirtækið Kubbafabrikkuna, sem hefur yfirumsjón með allri hönnun. Hugmyndin gengur út á það að breyta Tunnuskemmunni (Langatanga 7) ásamt viðbyggingu í 2300 m2 hótel með 42 herbergjum og þremur svítum, veitingastað og spa. Um þessar mundir er unnið að því að finna fjárfesta en því miður bíða þeir ekki í röðum eftir að fjárfesta á landsbyggðinni. Verkefnið hefur gott vilyrði frá lánastofnun ef fjárfestar koma að verkefninu. Hótelið mun skapa allt að 14 heilsársstörf og 24 hálfsársstörf þegar það verður komið í fulla virkni.
Lesa meira