Fréttir

Vilt þú halda sumarnámskeið fyrir börn?

Spennandi sumarstarf

Velferðarnefnd auglýsir eftir áhugasömum aðila/um til að sjá um tómstunda/frístundanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára (þeir sem eru að ljúka 1.-6.bekk). Námskeiðið er ekki bundið að efnisvali heldur má falla undir leiki, listsköpun eða útivist hvers konar.
Lesa meira
Nýr seyðfirskur vefmiðill

Tölvu-Skjárinn

Tölvu-Skjárinn er nýr Seyðsfirskur vefmiðill sem fór í loftið í lok febrúar. Að vefmiðlinum stendur Örvar Jóhannsson og er heiti miðilsins dregið af nafni vikublaðs sem foreldrar hans stóðu að útgáfu á um áratuga skeið, en blaðið bar nafnið Frétta-Skjárinn og kom síðasta tölublað þess út í árslok 2012.
Lesa meira
Austurland : Make it happen again

Austurland.is

Stórum áfanga verður náð í verkefninu um Áfangastaðinn Austurland miðvikudaginn 22. mars næst komandi þegar ný heimasíða www.austurland.is opnar með viðhöfn á Egilsstaðaflugvelli. Heimasíðunni er ætlað að vera gátt inn í Austurland og er fyrir alla þá sem vilja leita sér upplýsinga um búsetukosti svæðisins, atvinnu og fjárfestingamöguleika. Síðast en ekki síst er síðan gátt fyrir gestina okkar sem vilja heimsækja Austurland og fá nasasjón af austfirskum lífsstíl.
Lesa meira
Uppbyggingaráform á Seyðisfirði

Hótel- og vetrartúrismi

Undirbúningur að byggingu heilsárs hótels á Seyðisfirði hefur nú staðið yfir í um tvö ár. Aðstandendur verkefnisins eru eigendur Langatanga 7 og þau Símon Ólafsson byggingaverkfræðingur og Anna Salska arkitekt. En þau eiga og reka arkitektafyrirtækið Kubbafabrikkuna, sem hefur yfirumsjón með allri hönnun. Hugmyndin gengur út á það að breyta Tunnuskemmunni (Langatanga 7) ásamt viðbyggingu í 2300 m2 hótel með 42 herbergjum og þremur svítum, veitingastað og spa. Um þessar mundir er unnið að því að finna fjárfesta en því miður bíða þeir ekki í röðum eftir að fjárfesta á landsbyggðinni. Verkefnið hefur gott vilyrði frá lánastofnun ef fjárfestar koma að verkefninu. Hótelið mun skapa allt að 14 heilsársstörf og 24 hálfsársstörf þegar það verður komið í fulla virkni.
Lesa meira
Áningastaðir við Fjarðarheiðaveg

Framkvæmdasjóður ferðamanna

Fimmtíu og átta verkefni hringinn í kringum landið fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en þar segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra hafi staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamanna um úthlutun úr sjóðnum. Gaman er að segja frá því að Seyðisfjarðarkaupstaður er þarna á blaði. Verkefnið : Áningarstaðir við Fjarðarheiðarveg. Kr. 15.000.000,- styrkur til að byggja upp og efla áningastað við Neðri Staf. Fjöldi ferðamanna stoppar nú þegar við Neðra Staf á hættulegum stað í beygju. Mikilvægt öryggismál þar sem verkefnið mun bæta úr innviðaskorti og stuðla að verndun náttúru.
Lesa meira
Heilsueflandi Seyðisfjörður!

Heimsókn landlæknis

Seyðisfjarðarkaupstaður og Embætti landlæknis undirrituðu samstarfssamning í gær, miðvikudaginn 8. mars 2017, um þátttöku kaupstaðarins í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Heilsueflandi samfélag, er þróunarverkefni, sem miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Meðal annars með auknum gæðum og framboði á hlutum sem gera íbúum gott.
Lesa meira
Vantar þig vinnu? Viltu breyta til?

Laus störf

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir margvíslegum spennandi störfum. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málið. Öll störfin henta bæði konum og körlum.
Lesa meira
Veist þú hvað Endómetríósa er?

Bláa kirkjan verður GUL

Vikuna 4. - 10. mars verður bláa kirkjan á Seyðisfirði enn og aftur lýst upp með nýjum lit. Í þetta sinn verður liturinn gulur, en guli liturinn mun standa fyrir vitundavakningu á Endo sjúkdómi. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem getur valdið miklum sársauka, blöðru- og þarmavandamálum auk ófrjósemi. Allar konur sem eru byrjaðar að hafa blæðingar geta fengið legslímuflakk. Einnig hefur greinst legslímuflakk í karlmönnum sem er afar óalgengt.
Lesa meira
Lumar þú á hugmynd?

Merki Seyðisfjarðarskóla

Ákveðið hefur verið að framlengja frestinn til að senda inn merki Seyðisfjarðarskóla til og með 15. mars. Við í skólanum hvetjum bæjarbúa til að taka þátt. Tillögur þurfa ekki að vera fullunnar, en hugmyndin þó að koma vel fram. Skólastjóri.
Lesa meira
Leitar að nýjum umboðsaðila

Frá Endurvinnslunni

Endurvinnslan hf. auglýsir eftir áhugasömum aðila til að taka að sér móttöku á skilaskyldum umbúðum á Seyðisfirði. Afgreiðslugámur fylgir.
Lesa meira