Bláa kirkjan

Bláa kirkjan

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnuð árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni. Um er að ræða sjö tónleika röð og fara tónleikarnir fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum í júní, júlí og ágúst. Um er að ræða atvinnumenn í klassískri tónlist jafnt sem þjóðlaga-, jazz- og einstaka alþýðutónlist.

Sumartónleikaröðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af föstum menningarviðburðum í tónlistarlífi Austfirðinga. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar og færi gefst á að hlýða á marga af færustu tónlistarmönnum landsins í frábærum tónleikasal Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði.


Tónleikaröð 2016

29. júní : Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson og flautuleikarinn Karen Erla Karólínudóttir ríða á vaðið og hefja formlega tónleikaröð Bláu kirkjunnar. ATH. Frítt inn

6. júlí : Skuggamyndir frá Býsans Þjóðlagasveit skipuð af Ásgeiri Ágeirssyni, Hauki Gröndal, Þorgrími Jónssyni og Erik Qvick.

13. júlí : Kammerhópurinn Tríó Fókus. Margrét Hjaltested víóluleikari, Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran söngkona og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari.

20. júlí : Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari.

27. júlí : Bjarni Þór Kristinsson bassi og Lilja Guðmundsdóttir sópran ásamt Ingileifu Bryndísi Þórsdóttur píanóleikara.

3. ágúst : Olga Vocal Ensemble. Bjarni Guðmundsson tenór, Jonathan Ploeg tenór, Gulian van Nierop baritón, Pétur Oddbergur Heimisson bassabaritón söngvari og Philip Barkhudarov bassi. 

10. ágúst : Kvartettinn. Valgerður Guðnadóttir söngur, Helga Laufey Finnbogadóttir píanó, Guðjón Steinar Þorláksson kontrabassi og Erik Qvick slagverk.

 

Aðgangseyrir er 3000 kr og allir tónleikar hefjast kl. 20:30

Nánari upplýsingar veitir Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri Bláu kirkjunnar, í síma 470-3807 og með tölvupósti blaakirkjan@blaakirkjan.is

Þá má nálgast frekari upplýsingar um flytjendur á heimasíðu Bláu kirkjunnar www.blaakirkjan.is


The Blue Church Summer Concert Series started in 1998 by Muff Worden music teacher and Sigurður Jónsson engineer. The concert series has been ongoing since then, first under the firm management of Muff but after her premature death in 2006, by a formal association.

The concerts are held in the Seyðisfjörður church every Wednesday night at 8:30 pm. Emphasis has been on offering varied types of concerts where classical music, jazz, blues, folk and light hearted music can be enjoyed. The church houses a recent Steinway concert piano and a Frobenius organ with 14-15 stops.

Call for applications for next year’s concerts is in the end of each year with a deadline on January 30th. Applications are sent to blaakirkjan@blaakirkjan.is accompanied with a program draft and the musicians CVs.


Blue Church Summer Concerts 2016

29. júní : The East Icelander, Svanur Vilbergsson (guitar) and Karen Erla Karólínudóttir (flute) will kick off this year's Blue Church Concert Series in Seyðisfjörður. No Admission Charge.

6. júlí : Skuggamyndir frá Býsans. Byzantine silhouette plays the great musictradition of the Balkans.

13. júlí : Trio Focus, a violist, singer and a pianist.

20. júlí : Auður soprano og Helga Bryndís piano. Soprano accompanied by piano

27. júlí : Singers Bjarni Thor and Lilja with Ingileif pianist. Two singers accompanied by a piano

3. ágúst : Olga Vocal Ensemble. 2 tenors, a barritone, bass bartione and bass

10. ágúst : Kvartettinn Kurr. Singer, piano, contrabass and percussion.