Seyðisfjarðarskóli

Langar þig að starfa í jákvæðu og skapandi starfsumhverfi?  Við óskum eftir að ráða hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk til starfa við Seyðisfjarðarskóla.

Lausar stöður við Seyðisfjarðarskóla frá 1.ágúst 2017 :

a) Við listadeild er laus til umsóknar staða tónlistarkennara. Kennslugreinar: píanó og söngur.

b) Við leikskóladeild óskum við eftir að ráða leikskólakennara í fullt starf  til að starfa á deild 2-4 ára barna. 

c) Einnig er við leikskóladeild laus staða starfsmanns í stuðning á deild 2-4 ára barna.

d) Jafnframt óskum við eftir starfsmanni í ræstingu, 40% starfshlutfall.

 

Kröfur:

Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Stundvísi og áreiðanleiki

Leyfisbréfs leikskólakennara og grunnskólakennara er krafist þar sem það á við

 

Karlar og konur eru hvött til að sækja um 

Umsóknarfrestur til og með 15. júní 2017

 

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst eða fyrr eftir samkomulagi.

 

Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. lögum. 

Vinsamlega sendið ferilskrá og gögn um menntun og eða leyfisbréf með umsókn.

Upplýsingar um störfin skólann og annað, veitir skólastjóri Svandís Egilsdóttir í síma 470-2322 eða 771-7217, netfang svandis@skolar.sfk.is

captcha