Stjórn kaupstaðarins

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar er skipuð 7 bæjarfulltrúum sem kosnir eru hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn og jafnmörgum til vara samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Bæjarstjórn fer með stjórn kaupstaðarins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, annarra laga og samþykktar um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Fundir bæjarstjórnar eru haldnir í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar við Austurveg 4 fyrsta eða annan miðvikudag í mánuði, kl. 16.00. Fundargerðir bæjarstjórnar eru birtar á vef kaupstaðarins.

Sjá einnig