Hlutverk Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Félagsþjónusta :

  • sinnir félagslegri ráðgjöf sem felst m.a. í að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindi og stuðning vegna persónulegs vanda
  • tekur við barnaverndartilkynningum
  • kannar og vinnur mál á grundvelli barnaverndarlaga í umboði barnaverndarnefndar
  • afgreiðir umsóknir um fjárhagsaðstoð
  • veitir fjármálaráðgjöf í samstarfi við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
  • sinnir málefnum fatlaðs fólks
  • afgreiðir umsóknir um sérstakar húsaleigubætur
  • metur þjónustuþörf vegna félagslegrar heimaþjónustu í samvinnu við notendur þjónustunnar
  • veitir uppeldisráðgjöf og PMT meðferð
  • getur haldið námskeið og fræðslu fyrir foreldra um tengslamyndun og foreldrahlutverkið eða uppeldistækni, auk námskeiða fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla sem vilja nýta sér aðferðir PMT í starfi