Hlutverk þjónustufulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar

Þjónustufulltrúi :

 • er tengiliður Seyðisfjarðarkaupstaðar við Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs
 • heldur utan um félagslega heimaþjónustu, matarsendingar og liðveislu fatlaðra
 • heldur utan um almennar húsaleigubætur
 • sér um útleigu á félagslegum leiguíbúðum á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar
 • sér um útleigu á búsetuíbúðum fyrir eldri borgara á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar
 • er tengiliður Seyðisfjarðarkaupstaðar við Framtíðina, félag eldri borgara
 • heldur utan um tómstundastarf aldraðra á vegum sveitarfélagsins
 • tekur við umsóknum um lækkun fasteignaskatts fyrir lífeyrisþega
 • heldur utan um þjónustu við lífeyrisþega sem felst í garðslætti og snjómokstri
 • er forvarnarfulltrúi sveitafélagsins
 • starfar með velferðarnefnd
 • vinnur að jafnréttismálum ásamt velferðarnefnd
 • er ritari í bæjarstjórn