Húsnæði og húsaleigubætur

Félagslegt húsnæði

Þjónustufulltrúi sér um úthlutun á félagslegu húsnæði á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar. Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt fær um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og annarra félagslegra erfiðleika.

Búsetuíbúðir

Þjónustufulltrúi sér um úthlutun á búsetuíbúðum fyrir eldri borgara og öryrkja á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Laust húsnæði

Laust er búsetuhúsnæði fyrir eldri borgara á Múlavegi 38. Nánari upplýsingar gefur þjónustufulltrúi í síma 470-2305.

Sjá einnig


Húsnæðisbætur

Frá og með 1. janúar 2017 er sótt um almennar húsnæðisbætur (húsaleigubætur) hjá Vinnumálastofnun, husbot.is

Umsóknir um sérstakan húsnæðisstyrk