Skipulag

Skipulagsmál
Umhverfisnefnd fer með skipulagsmál í umboði bæjarstjórnar samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010 og í samræmi við samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar nr. 622/2013. Nefndin mótar stefnu í skipulags- og byggingarmálum og gerir tillögur til bæjarstjórnar í þeim málaflokki.

Aðalskipulag
Aðalskipulag er stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar innan kaupstaðarins. Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 var staðfest af ráðherra 22/12 2010.

Deiliskipulag
Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkaða reiti sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess. Á grundvelli aðalskipulags er unnið deiliskipulag einstakra hverfa. Þar er gerð grein fyrir notkun lands, tilhögun gatna, lóða, íbúðarhúsa, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, stofnana, leiksvæða, útvistarsvæða og annars, eftir því sem þurfa þykir.

Hverfisvernd
Á Seyðisfirði eru tvö svæði sem njóta hverfisverndar. Svæði H1 er svæði sem liggur í miðju kaupstaðarins og markast af hverfum elstu húsanna í bænum og svæði H2 sem er Vestdalseyrin og Vestdalurinn. Nánari afmörkun og lýsing kemur fram í aðalskipulaginu.

 

Sjá einnig