Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar

Samþykkt fyrir árið 2018

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 við síðari umræðu þann 13. desember 2017. 

Samkvæmt ársreikningi áætlunarinnar nema heildartekjur samstæðunnar 982,4.

Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- hluta verði jákvæð um 7,0 milljónir króna en rekstrarniðurstaða samstæðunnar var jákvæð sem nam  53,7 milljónum króna.

Skuldahlutfall samstæðuársreiknings áætlunarinnar þ.e. A- og B-hluta samanlagt nemur skv. skilgreiningu í reglugerð um fjárhagsleg viðmið 110,1% í árslok 2018 en þetta hlutfall var 136,1% í árslok 2016. Lögbundið hámark er 150%.

Veltufé frá rekstri í A- hluta samkvæmt áætluninni nemur 72 milljónum króna og gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri samstæðunnar í heild nemi 159 milljónum króna eða 16,19% af heildartekjum.

Samkvæmt efnahagsreikningi áætlunarinnar nema skuldir og skuldbindingar í A- hluta 596,7 milljónum króna og samanlagðar skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta nema 1.082,1 milljón króna í árslok 2018 samanborið við 1.159,3 milljónir króna í árslok 2016.

Samkvæmt áætluninni er ekki gert ráð fyrir lántöku á árinu 2018.

Gert er ráð fyrir að eigið fé A- hluta nemi um 275,8 milljónum króna í árslok 2018 en eigið fé samstæðunnar nemi um 247,2 milljónum króna. Í árslok 2016 nam eigið fé samstæðunnar 161,4 milljónum króna.

Í áætluninni er reiknað með að fjárfest verð fyrir allt að 100 milljónir króna á árinu 2018       .

Á árinu 2018 er gert ráð fyrir að greiddar verði afborganir af langtímalánum að upphæð 80,8 milljónir króna og af lífeyrisskuldbindingum 14,5 milljónir króna. Samtals 95,3 milljónir króna.

Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019 - 2021 er að finna hér.