Jólatónleikar

Nemendur í listadeild Seyðisfjarðarskóla

Miðvikudaginn 13. desember síðast liðinn voru jólatónleikar listadeildar Seyðisfjarðarskóla haldnir í nýjum húsakynnum listadeildar. Tónleikarnir voru afrakstur haustannar skólans og stóðu nemendur, sem voru á öllum aldri, sig með afar mikilli prýði. Gaman er að segja frá því að mikið var um frumsamin verk hjá nemendum og tvær hljómsveitir og lúðrasveit stigu einnig á stokk í fyrsta sinn.

Þetta voru fyrstu tónleikar skólans undir stjórn Benedikts Hermannsonar, sem lofa sannarlega góðu. Mæting var einnig mjög góð á viðburðinn. Það verður spennandi að fylgjast áfram með tónlistinni í Seyðisfjarðarskóla, sem og öðrum listgreinum sem þar eru kenndar.