Leikfélag Seyðisfjarðar

Leikfélag Seyðisfjarðar

Leikfélag Seyðisfjarðar var stofnað árið 1957. Leikfélagið hefur sett upp mörg glæsileg leikverk s.s Gullna Hliðið, Síldin kemur og síldin fer og Aldamótaelixír sem þær systur Iðunn og Kristín Steinsdætur skrifuðu fyrir 100 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Reynt er að sýna leikrit á hverju ári, en það fer eftir hversu vel gengur að manna hvert stykki. Kjarninn í leikfélaginu hefur um tíma verið fámennur og þ.a.l. erfitt að manna leikrit. Við hins vegar stólum alltaf á að Seyðfirðingar taki vel undir þegar auglýst er eftir leikurum í næsta leikrit.

Stjórn Leikfélags Seyðisfjarðar 2017:

Formaður; Ágúst T. Magnússon 
Ritari; Arna Magnúsdóttir
Gjaldkeri; Rúnar Gunnarsson

Til vara Eygló Björg Jóhannsdóttir og Ingibjörg Lárusdóttir.