Slysavarnardeildin Rán
Í Slysavarnardeildinni Rán eru haldnir mánaðarlegir fundir yfir veturinn, þar sem farið er yfir verkefni deildarinnar.
Formaður er Hólmfríður Guðjónsdóttir.
Helstu föstu verkefni deildarinnar
- Glöggt er gestsaugað - íbúar sem verða 76 ára eru heimsóttir. Athugaðir eru brunaboðar á heimilum og íbúum færð næturljós og brunaboðar.
- Nýburagjafir - nýburum eru færðir prjónaðir sokkar og beisli.
- Ganga um bæinn til að athuga hvort og hvernig má bæta úr slysagildrum.
- Deildin tekur að sér erfidrykkjur.
Haustið 2017 er stefnt á Austfirðingahitting, en þá er von á 100 konum í bæinn.
Nýir meðlimir eru ávallt velkomnir í Rán.