Fréttir

Gögn frá íbúafundi

Húsahitun á Seyðisfirði

Vakin er athygli á nýrri síðu á vefsíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem hefur að geyma þau gögn sem lögð voru fram á íbúafundi um húsahitun á Seyðisfirði þann 12. október síðast liðinn. Síðuna má finna undir þjónustu - húsahitun.
Lesa meira
Kjörskrá liggur frammi á Bæjarskrifstofu

Alþingiskosningar

Kjörfundur á Seyðisfirði þann 28. október næst komandi verður í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar og verður opnunartími kjörfundar frá klukkan 10:00 til kl. 22:00. Kjörskrá liggur frammi á Bæjarskrifstofu Hafnargötu 44 fram að kosningum. Kjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa meira
1. nóvember – 5. nóvember

Dagar myrkurs 2017

Dagar myrkurs voru haldnir í fyrsta sinn í nóvember árið 2000 af Markaðsstofu Austurlands sem hefur hýst verkefnið allar götur síðan. Verkefnið hefur verið skipulagt með svipuðum hætti frá upphafi og er í dag hluti af markaðsstarfi Austurbrúar.
Lesa meira
Hunda- og kattahreinsun

Dýralæknir

Í dag, þriðjudaginn 17. október, verður Díana dýralæknir með hreinsun, örmerkingar og bólusetningar í áhaldahúsinu (gengið inn að vestanverðu). Hundaeigendur koma frá klukkan 14:00 - 15:30 og kattaeigendur koma frá klukkan 15:30 – 17:00. Kostnaður innifalinn í árgjöldum. Nánari upplýsingar veitir Stefán Smári Magnússon í síma 861 -7731.
Lesa meira
Kemur ekki í viku 42

Bíla- og farþegaferjan Norræna

Bíla- og farþegaferjan Norræna mun ekki koma til Íslands í þessari viku vegna tæknilegra örðugleika. Skrifstofur Smyril Line vinna í því að hafa samband við alla farþega, sem eru bókaðir frá Seyðisfirði miðvikudaginn 18. október.
Lesa meira
Sjá nánar hér

Laus störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað

Vakin er athygli á lausum störfum hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meira
Fjarvarmaveita á Seyðisfirði

Opinn fundur RARIK ohf

Fimmtudaginn 12. október síðast liðinn var húsfyllir í Félagsheimilinu Herðubreið, þar sem Rarik hélt opinn fund um fjarvarmaveitu á Seyðisfirði og gerði grein fyrir ákvörðun um fyrirhugaða lokun hennar. Var niðurstaðan skýrð í ítarlegum kynningum frá RARIK og Orkustofnun, jafnframt sem boðið var upp á fyrirspurnir til pallborðs, þar sem voru fulltrúar RARIK ohf. og Orkustofnunar til svars.
Lesa meira
Styrkumsóknir fyrir 2018

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir nú eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2018. Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda.
Lesa meira
Flösku-, gler- og dósasöfnun

Fjáröflun, krakkablak

Iðkendur í krakkablaki munu ganga í hús miðvikudaginn 25. október og safna flöskum, gleri og dósum. Ef fólk hefur áhuga að styrka krakkana má alveg setja poka fyrir utan húsin þennan dag. Fyrirfram þakkir, krakkablak Hugins.
Lesa meira
Til hamingju Seyðfirðingar!

Sameiginlegt bókasafn

Um helgina opnaði sameiginlegt skóla- og bæjarbókasafn í húsnæði rauða skóla að Skólavegi og húsnæði Seyðisfjarðarskóla alls var til sýnis eftir nokkuð umfangsmiklar breytingar og tiltekt s.l. hálft ár.
Lesa meira