Fréttir

Rafmagnsleysi

Frá Rarik

Allir notendur á Austurlandi eiga að vera komnir með rafmagn og verður vonandi ekki frekara rafmagnsleysi í þessu veðri. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Lesa meira
Frestast!

Vinnustofa á Seyðisfirði

Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að fresta vinnustofunni sem fara átti fram á Seyðisfirði í dag. Ný tímasetning verður auglýst síðar. Nú er hægt að sækja um í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Vinnustofa vegna umsókna þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið verður haldin í Silfurhöllinni fimmtudaginn 12.desember frá kl. 13:00-15:00.
Lesa meira
Er allt klárt?

Óveður framundan

Veðurstofan hefur sent frá sér appelsínugula viðvörun fyrir mest allt landið í dag og búist er við að óveðrið standi fram á miðvikudag. Gott er að nota tímann áður en veðrið skellur á og ganga vel frá öllum lausum hlutum svo að þeir fjúki nú ekki út í veður og vind. Fólk er hvatt til að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum til dæmis á vef Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar
Lesa meira
Stefán Logi Birkisson

Nýr Seyðfirðingur

Bæjarstjórinn heimsótti síðast liðinn föstudag Stefán Loga Birkisson. Stefán Logi fæddist þann 4. maí 2019 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað. Hann var 52cm og 4012gr við fæðingu. Stefán Logi er sonur þeirra Ernu Rutar Rúnarsdóttur og Birkis Friðrikssonar og er þeirra annar sonur, en fyrir eiga þau soninn Gunnar Mána, fæddan 2017. Fjölskyldunni er óskað innilega til hamingju með hinn káta Stefán Loga og óskað gleðilegra jóla og nýs árs.
Lesa meira
Hátíð barnanna

Verum allsgáð og sýnum ábyrgð

"Höldum gleðileg jól og sköpum góðar minningar" eru einkunnarorð fræðsluátaks FRÆ; Fræðslu og forvarna um jólahátíðina og áramótin 2019. Börn líta áfengisneyslu öðrum augum en fullorðnir. Áfengisneysla foreldra og annarra nákominna getur valdið börnum kvíða og öryggisleysi og komið í veg fyrir að þau njóti tilhlökkunarinnar og eftirvæntingarinnar sem eru svo stór hluti hátíðanna.
Lesa meira
Aríel Ylfa Arnarsdóttir

Nýr Seyðfirðingur

Bæjarstjórinn heimsótti í dag Aríel Ylfu Arnarsdóttir, skvísu sem er nýorðin eins árs. Hún er fædd í Neskaupsstað þann 27.11.2018. Aríel, sem er dóttir þeirra Hönnu Lífar og Arnars, var 3130gr og 50cm við fæðingu. Hún á einn hálfbróður, Leon Leví, sem er 3,5 árs. Þau systkinin eru einnig svo heppin að eiga von á litlu systkini í byrjun febrúar 2020. Á heimilinu býr einnig hann Balti, 7 mánaða hvolpur af Vizla tegund.
Lesa meira
Jól og áramót

Íþróttamiðstöð, opnunartími

Opið verður í Íþróttamiðstöðinni yfir hátíðarnar sem hér segir : 23. desember frá klukkan 8-13 & 16-20. 27. desember frá klukkan 10-14 & 16-20. 28. desember frá klukkan 10-14. 30. desember frá klukkan 8-13 & 16-20. Lokað verður 24, 25, 26, 29 og 30. desember og á nýjársdag. Opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar 2020 klukkan 8.
Lesa meira
5. desember klukkan17, Herðubreið

Opinn íbúafundur um ofanflóðahættumat og mögulegar varnir fyrir Seyðisfjörð

Tómas Jóhannsson frá Veðurstofu Íslands og Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði ásamt fulltrúum frá lögreglu- og bæjaryfirvöldum fara yfir helstu atriði og sitja fyrir svörum. Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem búa á svæði C eru sérstaklega hvattir til þess að mæta á fundinn.
Lesa meira
Tekur þú þátt í bíllausri viku eða símalausum samverudegi?

Heilsueflandi fréttir

Í dreifibréfi frá stýrihópi heilsueflandi samfélags, sem á að hafa borist í öll hús á Seyðisfirði, kom þetta fram :
Lesa meira
Ég myndi vilja hvetja fólk til minnka stressið, slappa af og hvíla sig og passa að hafa gaman líka

Viðtal mánaðarins - nóvember

Elfa Hlín Pétursdóttir er viðmælandi nóvembermánaðar. Elfa Hlín hefur meðal annars starfað af krafti í bæjarmálum fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Hún hóf störf vorið 2018 sem formaður bæjarráðs og fulltrúi í bæjarstjórn, en þurfti svo að taka sér veikindaleyfi og í kjölfarið að segja sig frá flestum sínum verkefnum. Verkefnastjóri fékk að heyra hennar sögu og tengsl hennar veikinda við kulnun.
Lesa meira