Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Haldinn á Facebook miðvikudaginn 30. desember 2020 klukkan 15:00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings https://www.facebook.com/mulathing Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is Hægt verður að fylgjast með fundinum á skjá í Herðubreið og í Egilsstaðaskóla fyrir þá sem þess óska.
Lesa meira
Fellur niður!

Þorrablót 2021

Kæru Seyðfirðingar og nærsveitamenn, tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður Þorrablót ársins 2021 vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Við hittumst bara eldhress á blótinu 2022 og skemmtum okkur tvöfalt ! Óskum ykkur öllum GLEÐILEGRA JÓLA og velfarnaðar á nýju ári. Nefndin
Lesa meira
Skemmtileg dagatöl í desember

Samvera og hreyfing

Múlaþing býður upp á fallegt samverudagatal fyrir aðventuna og desembermánuð. Dagatalið má finna hér. Þar eru ótal skemmtilegar hugmyndir, sem má gera með fjölskyldunni eða vinunum. Einnig býður ÍSÍ upp á stórskemmtilegt hreyfidagatal, fyrir sama tímabil. Það dagatal má finna hér og er fullt af hugmyndum um mismunandi hreyfingu.
Lesa meira
Afhending á laufabrauði

Laufabrauðsbakstur

Afhending á pöntuðum laufabrauðum verður í Sæbóli n.k sunnudag 29. nóvember frá klukkan 13-17. Enginn posi er á staðnum en hægt er að greiða með pening eða millifærslu. Jólakveðja, nefndin
Lesa meira
Á morgun þriðjudag klukkan 17:00.

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Kynningarfundur.

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með kynningu þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsinguna skv. ákv. gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð. Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 -2030 breytingar á þéttbýlisuppdrætti og greinargerð aðalskipulagsins – skipulags- og matslýsing - kynning.
Lesa meira
Ný vefsíða mulathing.is

Breytingar á sfk.is

Að gefnu tilefni er vakin athygli á að lokað hefur verið fyrir flestar upplýsingar hér undir sfk.is. Ástæðan er sameining sveitarfélaganna og ný sameinuð vefsíða. Auðvelt er þó að nálgast allt gamalt efni á nýrri vefsíðu, www.mulathing.is.
Lesa meira
Símalaus sunnudagur 15. nóvember

Símalaus sunnudagur

Áhugavert er að segja frá því að Barnaheill hvetur landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir, eða frá klukkan 9-21 á morgun, sunnudaginn 15. nóvember. Þetta verkefni Barnaheill er akkúrat í takt við verkefni heilsueflandi samfélags á Seyðisfirði, en símalausir samverudagar hafa verið tvisvar á ári í dagatali HSAM síðast liðin ár. Símalaus samverudagur var síðast liðinn mánudag skv. dagatali ársins 2020.
Lesa meira
Dýralæknir

Hunda- og kattahreinsun

Vegna covid-19 verður árleg heimsókn dýralæknis á Seyðisfjörð ekki með sama sniði og undanfarið hefur verið. Í staðinn er fólki boðið að mæta með dýrin sín upp í Egilsstaði til Díönu. Það þarf að gerast í nóvember eða desember. Gott er að heyra í Díönu varðandi komur, sími 471-2022. Díana sendir reikning á Múlaþing. Þessi skoðun er innifalin í hunda- og kattagjöldum.
Lesa meira
Tilkynning frá Íslenska gámafélaginu

Áríðandi tilkynning

Móttökusvæði Íslenska gámafélagsins verður lokað á meðan veðrið gengur yfir - af öryggisástæðum.
Lesa meira
Opnunartími

Frá bókasafninu

Bókasafnið verður opið í dag, 2. nóvember á hefðubundnum tíma frá klukkan 15-18. Frá og með morgundeginum, 3. nóvember og til 17. nóvember, verður opið frá klukkan16-18.
Lesa meira