125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar

6. júní 2020

Afmælisnefnd fyrir 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar tilkynnir hér með að nú hefur verið ákveðið að haldin verður afmælisveisla með pompi og prakt laugardaginn 6. júní 2020 (Sjómannadagshelgi).
Nánari upplýsingar um dagskrá birtist þegar nær dregur sumri.

Athugið að þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt með einhverjum hætti mega gjarnan hafa samband við Jónínu Brá (jonina@sfk.is).

Takið helgina frá - brottfluttir Seyðfirðingar sérstaklega hvattir til þess að sækja fjörðinn fagra heim.

Afmælisnefndin.