125 ára afmælishlaup

F L U G V A L L A R H L A U P 25. júlí

Dagana 18.-26. júlí verður haldið upp á 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar með ýmsum hætti. Meðal annars verður hægt að taka þátt í götuhlaupi, svokölluðu Flugvallarhlaupi. Vegalengdir eru tvær, annars vegar 8,5 km og hins vegar 10 km. Hlaupið verður haldið laugardaginn 25. júlí og hefst klukkan 10. Skráning er á netfangið eva@sfk.is fyrir 15. júlí. Þátttökugjald er 3000 krónur.

Leiðin í báðum vegalengdum er frá gamla flugvellinum og inn í bæ, að Fjarðarábrúnni. Í lengri vegalengdinni er bætt við litlum innanbæjar hring. Leiðin er þokkalega þægileg, að stærstum hluta til er hlaupið á möl en malbiki þegar komið er inn í bæinn. 

Allir geta tekið þátt. Verðlaun verða veitt fyrir besta tíma í báðum vegalengdum, kvenna og karla. Einnig verða útdráttarverðlaun.

Hlaupið er unnið í samstarfið við Íþróttafélgið Huginn.

hsam