125 ára kaupstaðarafmæli
Í tilefni 125 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar verður efnt til bæjarhátíðar dagana 18.-26.júlí í samvinnu við LungA og Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins.
Þó tilefnið til stórhátíðarhalda sé töluvert þarf að taka tillit til aðstæðna og verður því boðið til lágstemmdrar dagskrár á þessum tímamótum með von um að Seyðfirðingar og gestir þeirra taki þátt og hafi gaman af.
ATH! Þau leiðu mistök urðu við gerð auglýsingarinnar að röng tímasetning var sett inn fyrir leiksýningu Skarfs í Herðubreið þann 19.júlí. Rétt tímasetning er 17:00 og vert er að taka fram að frítt verður fyrir 16 ára og yngri á sýninguna.
Hátíðarhöldin taka mið af gildandi viðmiðum um fjöldatakmarkanir vegna COVID-19 og geta því breyst með stuttum fyrirvara.
Núgildandi fjöldatakmarkanir miðast við 500 manns á hverju svæði.
Um öll svæði gildir að gestir eiga ekki að koma á svæði ef þeir:
Eru í sóttkví
Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku)
Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
Eru með einkenni (kvef, hósti, hiti, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).
Gestir eru beðnir um að virða 2ja metra nándarmörk á milli einstaklinga eins og frekast er unnt.