125 ára kaupstaðarafmæli

18. - 26. júlí

Í tilefni 125 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar verður efnt til bæjarhátíðar dagana 18.-26.júlí í samvinnu við LungA og Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins.

Fjölbreyttir viðburðir alla vikuna og ýmislegt að sjá og upplifa. Dagskráin verður send í hús á Seyðisfirði og á facebook.

Hátíðarhöldin taka mið af gildandi viðmiðum um fjöldatakmarkanir vegna COVID-19 og geta því breyst með stuttum fyrirvara. 

Núgildandi fjöldatakmarkanir miðast við 500 manns á hverju svæði.

Um öll svæði gildir að gestir eiga ekki að koma á svæði ef þeir: 
Eru í sóttkví
Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku)
Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
Eru með einkenni (kvef, hósti, hiti, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).

Gestir eru beðnir um að virða 2ja metra nándarmörk á milli einstaklinga eins og frekast er unnt.