17. júní á Seyðisfirði

Hátíðardagskrá

Hátíðarhöld á 17. júní verða með breyttu sniði í ár vegna COVID-19 veirunnar. Íbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu, skreyta heimili og garða með fánum og eiga góða stund saman.

 

Hátíðardagskrá

10:00 Blómsveigur lagður á leiði Björns Jónssonar frá Firði í kirkjugarðinum. Hátíðarræða og Fjallkona flytur ljóð ásamt því að hvatningarverðlaun Hugins verða veitt. 

Athugið breytta staðsetningu – athöfnin fer fram í kirkjugarðinum.


11:00 Hátíðarmessa í  Seyðisfjarðarkirkju og ferming

13:00
17. júní hlaup fyrir hressa krakka. Mæting í Hafnargarðinum, skráning á staðnum.

 

Dansskóli Austurlands býður á sumardanssýningu 

Nemendur Dansskóla Austurlands á Seyðisfirði, á aldrinum 4 til 14 ára, munu sýna hvað þau hafa lært á tímabilinu ásamt kennara Dansskólans.

Sýningin hefst klukkan 14:00 á stóra bílastæðinu við Öldugötuna (Smyril line). Dansinn færist yfir á Bjólfsgötu við kirkjuna og lýkur svo við Regnbogagötuna klukkan 15:00. 

Á meðan danssýningunni stendur verður götunum lokað fyrir umferð bíla. Eigendur bíla eru vinsamlegast beðnir um að færa bíla sína af þessum götum á sýningartímanum. 

 

Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi

Ingibjörg Sigurjónsdóttir: Mon ciel, mi cielo. Hvað ertu raunverulega að meina?
Sumarsýning Skaftfells opnar 17. júní, kl. 16:00 í sýningarsalnum 2. hæð. Léttar veitingar í boði og eru allir hjartanlega velkomnir!

 

Hátíðarhöldin taka mið af gildandi viðmiðum um fjöldatakmarkanir vegna COVID-19 og geta því breyst með stuttum fyrirvara.