17 tillögur að nöfnum

Atkvæðagreiðsla 18. apríl 2020

Nafnanefnd hefur óskað eftir umsögn Örnefnanefndar um 17 hugmyndir að nöfnum. Heitin nota tiltekna forliði og eftirliði. 

• Óskað er umsagnar um forliðina Austur-, Eystri-, Eystra-, Dreka-, og Múla-.
• Óskað er umsagnar um eftirliðina -byggð, -byggðir, -þing, og -þinghá.
• Þá er óskað umsagnar um heitið Sveitarfélagið Austri.

Örnefnanefnd mun fjalla um tillögurnar á fundi sínum í dag, mánudaginn 17. febrúar og hefur þrjár vikur til að skila umsögnum. Þegar umsagnir Örnefnanefndar liggja fyrir verður tekin ákvörðun um hvaða heiti verða lögð fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu þann 18. apríl næstkomandi. Hægt er að taka þátt í umræðu um heiti á Facebooksíðu verkefnisins. 

Alla fréttina má lesa á svausturland.is