70 ára afmæli

Sundhöll Seyðisfjarðar

Þann 8. júlí síðastliðinn fagnaði Sundhöll Seyðisfjarðar 70 ára afmæli sínu. Að því tilefni er Seyðfirðingum og öðrum gestum boðið til afmælisveislu laugardaginn 15. september næstkomandi, frá klukkan 13:00-16:00.

Frítt verður í upphitaða sundlaug fyrir alla gesti. Einnig er börnum boðið að koma með hreint dót til að leika með í lauginni. Í boði verður kaffi og afmælisterta.

Sjáumst í sundi.