Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 -2030.

Aðalskipulagsbreyting - skipulagslýsing – kynning.

Umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsinguna skv. ákv. gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð.

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Breyting á skilmálum fyrir íbúðasvæði og atvinnu- og iðnaðarsvæði. Breytt landnotkun í Lönguhlíð.

Samkvæmt tillögunni verður skilmálum landnotkunar á atvinnu- og iðnaðarsvæðum og íbúðasvæðum breytt. Einnig verður gerð breyting á landnotkun í Lönguhlíð þar sem landnotkun samkvæmt breytingunni verður viðskipta- og þjónustulóðir í stað frístundalóða.

Opið hús verður í fundarsal Hafnargötu 28, Seyðisfirði, mánudaginn 10. apríl  n.k.  kl. 16:00 - 18:00.

Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa  Hafnargötu 44, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur@sfk.is til og með 2. maí 2017.

Hægt er að nálgast skipulagslýsinguna á heimasíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar og á bæjarskrifstofunni að Hafnargötu 44.

Byggingarfulltrúinn á Seyðisfirði.