Áramótaávarp bæjarstjóra 2018

Ávarpið sem tókst ekki að flytja á gamlársdag

Kæru bæjarbúar, gleðilega hátíð. 

Nú þegar aðeins nokkrar klukkustundir eru eftir af árinu 2018 er rétt að minnast þess í örfáum orðum.

Fyrir Seyðisfjörð var þetta nokkuð gott ár, ár breytinga tel ég að óhætt sé að segja. 

Fyrstu mánuðirnir í starfi mínu sem bæjarstjóri hafa verið afar lærdómsríkir, ég hef rekist á marga veggi, lært mjög margt nýtt og kynnst því að pólitíkin getur verið óvægin. Hún hverfist að mínu mati oft full mikið um sjálfa sig. Þetta er algjörlega nýr heimur fyrir mig. Ég er í þessu hlutverki fyrst og fremst fyrir bæjarbúa og til að leiða áfram góðan hóp fólks til góðra verka. Ég er aktífisti og vil láta hlutina gerast hratt. Stjórnsýslan leyfir það ekki alltaf svo það eitt og sér reynir stundum á þolrifin. Ég er þeirrar skoðunar að einföld stjórnsýsla henti betur fyrir Seyðisfjörð heldur en hin flókna formfasta stjórnsýsla sem hér hefur viðgengist.

 

Tölum aðeins atvinnulífið, menninguna og lífið sjálft, nú og í framtíðinni.

Ferðamenn voru fleiri á árinu en elstu menn muna, þó að straumurinn til landsins hafi hægt örlítið á sér. Skemmtiferðaskipakomur voru 56 í sumar en 71 er bókuð árið 2019.

Fiskvinnsla Síldarvinnslunnar gekk vel, Gullver landaði metafla sem er ansi vel gert. Einhver samdráttur er boðaður því engin loðna er í sjónmáli og eitthvað minna af kolmunna. Seyðisfjörður er hafnarbær fyrst og síðast, ferðamenn og fiskur eru okkar lífæð í dag held ég að mér sé óhætt að segja.

Blikur voru á lofti varðandi læknamálin þar sem hann Rúnar okkar kvaddi eftir áratuga starf og það leit út fyrir að hér yrði læknalaust. Það rættist úr því og við höfum nú fengið læknir til starfa hjá okkur. Rúnari ber að þakka gott starf um leið og nýr læknir er boðinn velkominn.

LungA skólinn efldist með tilkomu aðstöðunnar í gömlu netagerðinni sem m.a. Síldarvinnslan gaf skólanum plús það að láta fylgja með veglega peningagjöf til endurbóta. Skólinn hlaut einnig fjárframlag af fjárlögum Alþingis fyrir árið 2018 og 2019 sem styrkti stöðu skólans á landsvísu til muna. Alþingi mun í mars 2019 taka fyrir frumvarp um lýðháskóla á Íslandi sem líklegra en ekki verður samþykkt. Það mun verða afar þýðingamikið fyrir okkar litla samfélag að fá viðurkenningu frá hinu opinbera á því frumkvöðlastarfi sem hér hefur verið unnið. Með þessu frumvarpi verður LungA skólinn löggilt menntastofnun.

Skaftfell hélt upp á 20 ára starfsafmæli sitt og forstöðukonan Tinna sem hefur stýrt Skaftfelli af myndarskap í sjö ár er farin á vit nýrra ævintýra. Á hún þakkir skildar fyrir sitt góða starf. Í hennar stað hefur verið ráðinn Gavin Morrison frá Skotlandi sem við bjóðum velkominn til starfa.

Herðubreið hefur aldeilis fengið dásamlega upplyftingu innandyra og áframhaldandi endurbætur eru í farvatninu.

Mikil vonbrigði urðu með það að Fjarðarheiðagöng skyldu ekki rata inn á fimm ára samgönguáætlun. Það er þó ekki útilokað að þau komist á dagskrá þar sem nýjasta útspili ráðherra með veggjöld gætu breytt einhverju fyrir okkar málstað. Bæjarstjórn berst með öllum tiltækum ráðum til þess að vekja athygli á málinu. Baráttan heldur áfram og lífið líka. Baráttan er tvíeggja sverð þar sem aukin athygli á málstaðinn veikir stöðu okkar á öðrum sviðum s.s. í ferðaþjónustunni, fraktflutningum og varðandi íbúaþróun almennt.

Atvinnuástand verður að teljast nokkuð gott en verður mun betra þegar hægt verður að starfrækja ferðaþjónustu allt árið. Hún er enn bundin af árstíðasveiflum sem geta verið ansi erfiðar.

En Seyðfirðingar hafa sýnt það og sannað í gegnum tíðina að þeir eru harðduglegir og gefast ekki upp þó verulega á móti blási. Hér er mannauður mikill sem þarf að hlúa að. Ef horft er til framtíðar eru ýmis tækifæri á teikniborðinu. Ég er ekki spámaður en það eru alltaf tækifæri og ógnanir. Það er mikilvægt að vera undir hvort tveggja vel búin. Tölum saman, vinnum saman að því að gera bæinn okkar góðan búsetukost sama hvort við fáum göng eða ekki eða hvað stjórnvaldið gerir og boðar. Byggjum upp gott lýðræðislegt samfélag þar sem hver íbúi hefur rödd. Eins og góður vinur minn sagði, "Hugurinn er eins og regnhlíf: ef hún er opin, virkar hún."

Jákvæðasta frétt ársins er vafalaust sú staðreynd að íbúum fjölgaði, þremur lóðum hefur verið úthlutað undir íbúðahúsnæði sem hefur ekki gerst í allt of langan tíma.

Framundan er vinna með íbúðalánasjóði að þróun húsnæðisúrræða fyrir Seyðfirðinga. En kaupstaðurinn var tilnefndur sem einn af sjö tilrauna sveitarfélögum á landinu í það verkefni. Þau sveitarfélög munu njóta liðsinnis sérfræðinga, fjármagns ofl. til þess að snúa þróuninni við og að bæta úr skorti á íbúðahúsnæði bæði til kaups og til leigu. Byggingakostnaður er of hár miðað við söluverð eigna.

Á árinu hófust sameiningaviðræður við Fljótsdalshérað, Djúpavog og Borgarfjörð eystri. Sveitarfélög sem geta orðið mjög öflug saman. Of snemmt er að spá hvert það leiðir okkur.

Framtíðina mótum við saman, bara spurning um það hvort við sjáum glasið hálf tómt eða hálf fullt. Hvort við vinnum í lausnum eða sjáum bara hindranir. Verkefnin framundan eru að mínu mati mjög spennandi, Seyðisfjörður á eins mörg tækifæri og við leyfum að komast í farveg.

Að lokum finnst mér vert að minnast þeirra góðu Seyðfirðinga sem hurfu yfir móðuna miklu á árinu. Ég vil nota tækifærið til að þakka þeim fyrir samfylgdina og framlag þeirra til bæjarins. Ég vil færa þeim sem misstu og sárt sakna mína dýpstu samúð. Blessuð sé minningin um kæra ástvini.

Ég óska ykkur öllum velfarnaðar á nýju ári og óska þess að við tölum mikið saman og vinnum í sameiningu að því að skapa góða framtíð fyrir okkur öll hér á Seyðisfirði.

 

Aðalheiður Borgþórsdóttir, Bæjarstjóri

 

(English version below)

---------------------------------------------------------------------------

Dear people of Seyðisfjörður, happy holidays.

Now, when there are only few hours left of the year 2018 I think it‘s good to think back for a moment.  For Seyðisfjörður it was a good year, a year of change I think it's safe to say.

I‘ve been mayor for a few months now, which has been very interesting and challenging months to say the least. I‘ve learned that the political scene can be harsh. It revolves a lot around itself instead of the matters of the town, which is a new experience to me. I‘m in this role first and foremost to lead a good group of people to take matters forward. I‘m an activist and I like things to happen fast, but the public administration does not always allow for that to happen, so that is a challenge for me. It's my opinion that a simpler administration would be more suitable for Seyðisfjörður than the complicated and ceremonious administration that has been practiced here for years.

 

Let‘s talk about business, culture and life in general, now and in the future of our town.

Tourists love Seyðisfjörður and we got more of them this year than oldest people of the town can remember. Even though the number of visitors to our country as a whole has decreased a little. Cruise ship calls were 56 this summer and 71 calls have been booked for 2019.

The fishing industry in town was prosperous, our troller Gullver brought more fish to land than ever before which is noteworthy. Síldarvinnslan does espect that blue whiting (kolmunni) catch will reduce and that there will not be any capelin catch this coming season. Seyðisfjörður is a harbour town first and foremost. So the tourists and fish brought in with ships are very important for our economy.

Our dear doctor for many years, Rúnar, decided to move from Seydisfjordur which would not have been as much of a problem if it hadn't looked like we would not get another doctor at all. But luckily a doctor was hired recently to the clinic in town. I would like to thank Rúnar for his devotion and good work throughout the years and offer a warm welcome to our new doctor.

Síldarvinnslan donated the Old Netfactory building to the LungA school and some money for the renevation of the house as well. This has strengthened the school in many ways. The school also got recognition from the government through the Althing. That established the school as an official educational institution and from March 2019 onwards the school will be recognised legally as such. It is very important for our little community to get recognition for this entrepreneurial work that has been done by the LungA school directors. And also to have an acknowledged folk high school, one of the first art based folk high schools in Iceland.

The 20th aniversary of Skaftfell was celebrated this year and Tinna, the director of seven years, decided to look for new adventures to explore. Gavin Morrison from Scotland has been hired in her place. Gavin is very welcome. And Tinna, thank you for your good work.

Herðubreið, our culture and community center, has been renovated beutifully and that work will continue in 2019. 

I must say that the employment situation is predominantly good in town, but would be even better if we could increase winter tourism. The tourism is too seasonal at the moment. That can be very tough for companies that rely on tourists. 

Our main concern in transportation, Fjarðarheiði tunnel, was revealed not to be on the agenda for tunnels in the transport improvement schedule for Iceland for the next five years. This information was published this autumn by the government much to our disappointment as we have been fighting to get a tunnel through the mountain for decades. The minister of transportation has announced that a road toll might help with the transportation development in the country so it might be our chance to change the tide. This battle is a double-edged sword. Bringing the spotlight to our cause weakens our work in promoting Seydisfjordur as a winter destination for tourists, cargo trading and in bringing new residents to the town as it draws attention to our dangerous road; Fjarðarheiði.

But the people of Seyðisfjörður have shown that they are fighters and they won't give up even though life can sometimes be tough. If we take a look into our future the opportunities are everywhere, that is if we open our mind to it. I‘m not a prophet but I know there are always opportunities and threats in life. We need to prepare ourselves for both. Let's talk together and work together on discovering these opportunities and solving the challenges we might face. Together we can make our town an even better place to live in. Even if there will be no tunnels and despite whatever the Althingi does or doesn‘t do we can still build up a good democratic community where every person in this town has a voice. Like a good friend of mine once said, "The mind is like an umbrella: if it's open, it works."

The most positive news story of the year is without a doubt the fact that inhabitants of Seydisfjordur increased this year. Three residential bulding lots have been distributed, which has not happened in way too long.

In 2019 the municipality will start working with a governmental fund (íbúðalánasjóður) to develop a new residential building strategy. Seyðisfjörður was nominated as one of seven towns in Iceland as an experimental community for a new building strategy. The town will get help from experts on the matter and possibly some money support and more. This is an attempt to turn around the building trend that has been very negative in the countryside of Iceland for a long time. There is huge demand for houses to either buy or rent but the building cost is to high compared to what it‘s worth if you want to sell. 

This autumn we started talk about a coalition between Seyðisfjörður, Fljótsdalshérað, Djúpivogur and Borgarfjörður eystri. These four communities can be very strong together as one community. But it‘s too early still to say where this will lead us.

The future is in our hands, the question we must ask ourselves is: do we see the glass half empty or half full? Do we see solutions or obstacles? There are many exciting projects ahead and Seyðisfjörður has as many opportunities as we open our eyes to and are willing to make happen.

Finally, I would like to mention the good people of Seyðisfjörður that have passed away this year. I like to thank those beautiful souls for their time with us and give my condolences to those who lost a loved one in 2018. Blessed be their memory.

 

I wish you all a Happy New Year and hope we will talk a lot together and work as a team towards a good future for us all here in Seyðisfjörður.

 

Aðalheiður Borgþórsdóttir, Mayor of Seyðisfjörður.