Árskort í líkamsrækt og sund

Tilraun til eins árs
Seyðisfjarðarskóli - Heilsueflandi skóli.
Seyðisfjarðarskóli - Heilsueflandi skóli.

Gaman er að segja frá því að Seyðisfjarðarskóli býður nú starfsfólki sínu árskort í líkamsrækt og sund gegn 5000 króna skuldbindingargjaldi. Hugmyndin með þessari nýbreytni er meðal annars að hvetja starfsfólk til hreyfingar og heilsusamlegs lífsstíls, gera vinnustaðinn að enn betri vinnustað og síðast en ekki síst verður áhugavert að sjá hvort þetta muni draga úr veikindadögum og auka almenna vellíðan starfsfólks.

Samkvæmt skólastjóra er þetta tilraun til eins árs, sem vonandi heppnast það vel að þessu verði haldið áfram. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að taka Seyðisfjarðarskóla til fyrirmyndar í þessum efnum og hlúa vel að starfsfólkinu sínu.