Ársreikningur 2019

Eigið fé í árslok jákvætt!
Mynd Unnar Jósepsson
Mynd Unnar Jósepsson

Á 1764. fundi bæjarstjórnar 10. júní síðastliðinn var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2019 tekinn til afgreiðslu.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 91,5 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 48,4 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 4,3 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 1,1 milljónir króna. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok er jákvætt um 528,3 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af var eigið fé A hluta jákvætt um 402,3 milljónir króna.

Ársreikninginn má sjá hér.