Ársreikningur Seyðisfjarðarkaupstaðar 2017 samþykktur

Mynd Ómar Bogason
Mynd Ómar Bogason

Bæjarstjórn samþykkti og áritaði ársreikning 2017 við seinni umræðu þann 14. maí 2018. 

Heildartekjur samstæðunnar námu 968,5.

Rekstrarniðurstaða A- hluta var jákvæð um 51,7 milljónir króna en rekstrarniðurstaða samstæðunnar var jákvæð sem nam  123,6 milljónum króna.

Skuldahlutfall samstæðuársreiknings þ.e. A- og B-hluta samanlagt nam skv. skilgreiningu í reglugerð um fjárhagsleg viðmið 108% í árslok 2017 en þetta hlutfall var 122% í árslok 2016. Lögbundið hámark er 150%.

Veltufé frá rekstri í A- hluta nam 98,1 milljónum króna og veltufé frá rekstri samstæðunnar í heild nam 209,4 milljónum króna eða 21,62% af heildartekjum.

Skuldir og skuldbindingar A- hluta námu 720,2 milljónum króna og samanlagðar skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta námu 1.149,4 milljónum króna í árslok 2017 samanborið við 1.159,3 milljón króna í árslok 2016.

Engin ný lán voru tekin á árinu 2017.

Eigið fé A- hluta nam um 342,7 milljónum króna í árslok en eigið fé samstæðunnar nam um 301,5 milljónum króna í árslok 2017 samanborið við 161,4 milljónir króna í árslok 2016.

Fjárfest var fyrir 154,4 milljónir króna á árinu 2017.

Greiddar voru afborganir af langtímalánum alls 85,3 milljónir króna og af lífeyrisskuldbindingum 16,3 milljónir króna. Samtals 101,6 milljónir króna.

Í fjárhagsáætlun er á næstu árum gert ráð fyrir að rekstur A- hluta samstæðunnar verði í járnum og því þörf á áframhaldandi aðhaldi og festu í rekstri kaupstaðarins.

Áritaðan ársreikning er að finna hér.