Áskorun til stjórnvalda - Fjarðarheiðagöng

Undirskriftasöfnun á Seyðisfirði

Gengið hefur verið / verður í hús á Seyðisfirði og safnað undirskriftum til stuðnings áskorunar til stjórnvalda vegna Fjarðarheiðaganga. Íbúar geta átt von á banki allt fram til klukkan 20 þriðjudaginn 13. ágúst.

Þeir sem ekki eru heima eða ekki hafa náð að skrifa undir klukkan 20 á þriðjudaginn, geta skrifað undir hérMjög mikilvægt er að skrifa bara undir á einum stað. Stuðningsundirskriftir eru óháðar lögheimili.

"Áskorun til stjórnvalda!

Við undirrituð skorum á stjórnvöld að beita sér fyrir því að Fjarðarheiðargöng verði sett framar í endurskoðaða samgönguáætlun heldur en þau birtust í þeirri samgönguáætlun fyrir 2019 – 2023 sem gefin var út á haustdögum 2018. Við gerum kröfu um það að vetrareinangrun íbúa Seyðisfjarðarkaupstaðar verði rofin. Að öryggi ferðalanga sem og íbúa á Austurlandi verði tryggt með jarðgöngum undir Fjarðarheiði. Einnig að samgöngur til Evrópu um Fjarðarheiði á leið úr landi með Norrænu verði gerðar öruggari með gerð jarðganga."