Austfirðingur ársins

Jóhann Sveinbjörnsson
Jóhanni er margt til lista lagt, hér sjáum við hann gera fallbyssuna klára fyrir árlegt skot sitt á …
Jóhanni er margt til lista lagt, hér sjáum við hann gera fallbyssuna klára fyrir árlegt skot sitt á þjóðhátíðardegi Íslendinga.

Gaman er að segja frá því Jóhann Sveinbjörnsson, 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði, er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Seyðisfjarðarkaupstaður óskar Jóhanni hjartanlega til hamingju með þessa verðskuldu viðurkenningu.

Jóhann var staddur úti á golfvelli kvöld eitt síðla sumars þegar hann heyrði köll ofan úr fjallshlíðinni og kallaði til fólk sem kannaði málið nánar. Lesa má fréttina hér.

Af fjórtán aðilum sem voru tilnefndir fékk Jóhann flest atkvæðin. Að launum fær hann viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum.

„Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu.“

Frétt fengin af austurglugganum