Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi

Tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna

Á mánudaginn var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku safnaverðlaunanna og var samstarfsverkefnið Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi þar á meðal. Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum, Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði og Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði ásamt Gunnarsstofnun, menningar- og fræðasetri á Skriðuklaustri í Fljótsdal leiddu samstarfsverkefni í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands, en alls tóku níu mennta-, menningar- og rannsóknarstofnanir á Austurlandi þátt. Verkefnastjóri sýningarinnar var Elfa Hlín Pétursdóttir. Nánar má lesa hér.

Frétt fengin af vef Austurbrúar