Bláa kirkjan

Opið fyrir umsóknir / Open for applications

Tónleikaröð Bláu kirkjunnar auglýsir eftir umsóknum vegna tónleikaraðar 2020. Um sex tónleika er að ræða sem haldnir verða á miðvikudagskvöldum yfir hásumartímann á Seyðisfirði.

Umsóknarferli

Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar og ber að senda umsóknir á blaakirkjan@blaakirkjan.is

Með umsóknum skulu fylgja drög að dagskrá og ferilskrá tónlistarmanna. Einnig er gott að láta myndbönd eða hljóðupptökur fylgja ef hægt er.

Skipulag og framkvæmd

Fyrir tónleikana er greidd þóknun sem fer eftir fjölda flytjenda hverju sinni. Þá er einnig greidd föst upphæð sem á að standa undir ferðakostnaði og gistingu. Flytjendur sjá sjálfir um að ferðast til Seyðisfjarðar, á þann hátt sem þeim hentar og bóka einnig gistingu. 

Komið á staðinn

Tónleikarnir eru á miðvikudagskvöldum í Seyðisfjarðarkirkju en við biðjum flytjendur, þegar því er við komið, að heimsækja einnig hjúkrunarheimili staðarins fyrr um daginn og flytja þar stutta dagskrá.

 

Starfsmaður frá tónleikaröðinni er flytjendum innan handar eftir að þeir koma á staðinn varðandi almennar upplýsingar og ef einhverja aðstoð þarf varðandi aðbúnað í kirkjunni sjálfri. Starfsmaðurinn sér einnig um að opna kirkjuna, tekur á móti tónleikagestum, innheimtir aðgangseyri og annað sem til fellur.


We are open for applications for our summer series 2020, 6 concerts will be held on Wednesday nights in July and until the middle of August 

Application process

Deadline for applications is on February 15th. Applications are sent to blaakirkjan@blaakirkjan.is with a concert proposals and the performers’ CV. We also ask applicants to attach a video or sound recording with a sample of the music to the application, if possible.

Organisation and payment

We pay the performers for the concert, an amount based on how many perform. In addition, a fixed sum is paid to cover travel cost within Iceland and accommodation in Seyðisfjörður. The performers make their own travel plans and book accommodation.

Arriving in Seyðisfjörður

The concerts are on Wednesday nights in the church of Seyðisfjörður but we ask performers, when possible, to visit the local nursing home earlier in the day with a shorter version of their program.

 

An assistant from the concert series will aid the performers once in Seyðisfjörður with practical things and giving information as needed. He/she will also open the church, welcome the audience, collects the entrance fee etc.