Bleik messa í Bláu kirkjunni

13. október klukkan 18.00

Seyðisfjarðarkaupstaður, heilsueflandi samfélag, og Seyðisfjarðarkirkja hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár. Októbermánuður er, eins og margir vita, á hverju ári tileinkaður baráttu gegn brjóstakrabbameini, bleiku slaufunni og almennt bleikum lit. Af því tilefni hefur síðast liðin ár verið Bleik messa í Bláu kirkjunni, þar sem fengnir hafa verið ræðamenn sem tengjast þessum sjúkdómi á einn eða annan hátt.

Sunnudaginn 13. október næst komandi klukkan 18.00 verður bleik messa í Seyðisfjarðarkirkju og mun Sóley Guðmundsdóttir segja frá baráttu sinni við þennan vágest.  Eftir messu verður boðið upp á súpu í safnaðarheimili kirkjunnar. 

Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng, organisti Rusa Petriashvili. Meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson.

hsam