Bókasafnið fær gjöf

Hvað veist þú um fjallkonuna?
Hér má sjá Nönnu Vibe Spejlborg Juelsbo, forstöðumann Bókasafns Seyðisfjarðar (t.h.), taka við ritge…
Hér má sjá Nönnu Vibe Spejlborg Juelsbo, forstöðumann Bókasafns Seyðisfjarðar (t.h.), taka við ritgerðinni.

Rannveig Þórhallsdóttir færði Bókasafni Seyðisfjarðar nýlega mastersritgerð sína í fornleifafræði: „Fjallkonan. „Sér hún hátt og vítt um veg“ – hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði“.

Í ritgerðinni voru til rannsóknar gripir og líkamsleifar konunnar sem fannst á heiðinni árið 2004. Hvaðan kom hún? Hvert var hlutverk hennar í samfélaginu? Var hún í manngerðri gröf, þ.e. kumli? Reynt verður að svara þessum spurningum og segja frá gripunum sem hún bar á sinni hinstu stundu.

Hægt verður að nálgast ritgerðina á stafrænu formi frá 28. október nk. hér.

Athygli er vakin á því að Rannveig mun flytja kynningu á rannsókninni á Haustroða, þann 13. október nk. kl. 13:30 í bíósal Herðubreiðar og eru heimamenn sem gestir boðnir hjartanlega velkomnir. 

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar Rannveigu innilega til hamingju með þetta stórglæsilega mastersverkefni.