Bréf frá Stekkjastaur

Aðfangadagspakkar

Fimmtudaginn 20. desember næst komandi á milli kl. 16 og 18, ætla elskurnar í foreldrafélagi leikskólans að aðstoða okkur bræðurna við að flokka pakkana sem við ætlum að dreifa í hús á aðfangadag.  

Ef einhverjir myndu vilja nýta sér það að við verðum á ferðinni á aðfangadag þá er um að gera að koma bögglunum til þeirra á þessum tíma. Verðið er kr. 1500 fyrir kjarnafjölskyldu.

ATH. Komi sendingarnar eftir auglýstan tíma er verðið kr. 3000. Það kemur til af því hversu mikið auka umstang það er fyrir þessar elskur ef þau þurfa að vinna upp skipulagið.

En þar sem við bræðurnir erum orðnir dálítið fótafúnir og sumpart slæmir til gangs, þá hvetjum við ykkur eindregið til að hafa pakkana fremur smáa og létta. 

Hafið það nú gott í jólaundirbúningnum elskurnar og Gleðileg jól.