Dansæfingar

Kynning á morgun 24. nóvember

Ákveðið hefur verið að bjóða uppá dansæfingar á vegum Íþróttafélagsins Huginn í vetur. Danskennari verður Alona Perepelytsia. Fyrirhugað er að skipta grunnskóla nemendum í þrjá aldurshópa, þ.e. 6-8 ára, 9-12 ára og 13-16 ára, við reiknum með að æfingar fyrir þessa aldurshópa verði 60 mínútur í senn, tvisvar í viku.

Laugardaginn 24. nóvember n.k. mun Alona vera með fría kynningu á þessum fyrirhuguðu dansæfingum, kynningarnar verða í íþróttahúsinu, kl. 12:00-12:30 fyrir 13-16 ára, 12:30-13:00 fyrir 9-12 ára og 13:00-13:30 fyrir 6-8 ára.

Áætlað er að æfingarnar hefjist í desember, æfingatímar og verð liggja ekki fyrir enn sem komið er en verður komið á hreint á næstu dögum.

Einnig er fyrirhugað að bjóða uppá æfingar fyrir leikskólabörn, en það verður kynnt sérstaklega.

Með von um góðar viðtökur, aðalstjórn Hugins.

hsam