Deiliskipulag við Hlíðarveg - skipulagslýsing - kynning

Opið hús 29. nóvember

Umhverfisnefnd auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsinguna skv. ákv. gr. 5.2 í skipulagsreglugerð.

Deiliskipulag við Híðarveg. Lýsing skipulagsáforma um deiliskipulag við Hlíðarveg.

Skipulagssvæðið er um 3,5 ha að stærð og er staðsett sunnan Dagmálalækjar, vestan við Múlaveg og austan við Garðarsveg. Auk þess eru lóðir við Múlaveg utan Dagmálalækjar innan svæðisins. Með deiliskipulaginu er verið að skapa svæði til frekari uppbyggingar íbúða á Seyðisfirði og auka framboð á lóðum fyrir íbúðarhús.

Opið hús verður í fundarsal Hafnargötu 28, Seyðisfirði, fimmtudaginn 29. nóvember  n.k.  kl. 16:00 - 18:00.

Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa  Hafnargötu 44, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur@sfk.is til og með 14. desember 2018.

Hægt er að nálgast skipulagslýsinguna hér  og á bæjarskrifstofunni að Hafnargötu 44.

Byggingarfulltrúinn á Seyðisfirði