Dósa- og flöskusöfnun

Á morgun, 14. maí

Þriðjudaginn 14. maí, upp úr klukkan 17, munu blakkrakkar banka upp á hjá Seyðfirðingum og óska eftir dósum og flöskum. Þetta er liður í fjáröflun þeirra vegna blakferðalaga sem þau fara í á vegum Hugins. Þeir sem vilja styrkja krakkana mega gjarnan setja poka út fyrir húsin sín / bílskúra, ef þeir vilja losna við að fá bank á hurðina. 

Með fyrirfram þökkum, blakkrakkar Hugins.