Dýralæknir

Í dag í áhaldahúsinu!!

Í dag, fimmtudaginn 7. nóvember, verður hunda- og kattahreinsun í áhaldahúsi Seyðisfjarðar. Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Díana Divilekova dýralæknir annast hreinsunina. Kattahreinsun verður frá kl. 14-16 og hundahreinsun frá kl. 16-18.

Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra nálgast skráningargögn á staðnum. Dýraeigendur hunda og katta eru hvattir til að kynna sér samþykktir um hunda- og kattahald á Seyðisfirði.

Nánari upplýsingar veita dýraeftirlitsmaður í síma 861-7731.

hsam