Efldu barnið þitt

Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 16.30

Fimmtudaginn 15. febrúar næst komandi verður sjálfstyrkingarnámskeið haldið fyrir nemendur í 3. - 10. bekk grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla. Námskeiðin verða kynjaskipt og unnið verður í hópum, en það eru Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir sem halda fyrirlestrana.

Seinna sama dag, eða klukkan 16.30, verður haldið námskeið fyrir foreldra og forráðamenn. Á því verður farið yfir hvernig foreldrar geta styrkt sjálfsmynd barna sinna, ásamt því að farið verður yfir hvað var kennt á námskeiðunum og hvernig gott sé að fylgja því eftir. Námskeiðið verður í Gamla skóla.

Námskeiðið er á vegum foreldrafélags grunnskóladeildar með myndarlegum stuðningi frá Síldarvinnslunni, Seyðisfjarðarkaupstað, Austfar & Norrænu ferðaskrifstofunni.

Foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til að mæta!

Efldu barnið þitt

 

heilsueflandi samfélag