Endurvinnslan leitar að nýjum umboðsaðila

Endurvinnslan hf. auglýsir eftir áhugasömum aðila til að taka að sér móttöku á skilaskyldum umbúðum á Seyðisfirði, afgreiðslugámur fylgir. Umboðsaðilar þurfa að taka við drykkjarumbúðum, greiða út skilagjald og koma drykkjarumbúðum áfram til flutningsaðila. Umboðsaðilar okkar eru ýmist einstaklingar, félagasamtök eða fyrirtæki. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Endurvinnslunnar í síma 588-8522 eða á netfangið evhf@evhf.is.