Úr myrkrinu í ljósið

Sjálfsvígsforvarnarsamtök
Mynd Eva Jónu.
Mynd Eva Jónu.

Aðfararnótt sl. laugardags var gengið í annað sinn á Seyðisfirði "Úr myrkrinu í ljósið". Í kringum 30 manns mættu í gönguna í þetta skiptið, þar á meðal voru bæði gestir frá Egilstöðum sem og farþegar í bíl sem fylgdi hópnum. Gengið var út að háu bökkum þar sem Unnur Óskardóttir leiddi hópinn í hugleiðslustund, svo var tekin mynd áður en gengið var aftur inn að íþróttahúsi. 

Stefnt er að því að gangan verði árlegur viðburður í bænum héðan í frá, í samstarfi við Píeta Ísland. Markmiðið með göngunni er að minnast þeirra sem tekið hafa sitt eigið líf, að gefa von og að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvígshættuna.

Píeta Ísland eru sjálfsvígsforvarnarsamtök, góðgerðasamtök, rekin af sjálfboðaliðum. Þau sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur og eftirlifendur. Sjá nánar hér.

#segðuþaðupphátt