Frá forvarnarfulltrúa

Hvað er 'Fokk me - Fokk you'?
Mynd birt með leyfi.
Mynd birt með leyfi.

Í Íslandi í dag í gær var viðtal við þau Andreu Marel og Kára Sigurðsson. Saman mynda þau fræðsluteymið "Fokk Me-Fokk You". Þau leggja upp með að fræða bæði hópa ungmenna og foreldra um heilbrigð samskipti á netinu og öllum þeim samskiptamiðlum sem í netheimum þrífast.

Í viðtalinu er meðal annars komið inn á heilbrigð samskipti á netinu, sístækkandi netheima, opið samtal milli foreldra og barna, mörk barna, hafnanir og viðbrögð við höfnun, kynferðislega áreitni, hefndarklám, hvernig foreldrar eiga að ná að fylgjast með þróuninni í smáforritum og margt fleira

Forvarnarfulltrúi vill gjarnan hvetja foreldra til að setjast niður og horfa á viðtalið með börnum sínum, og taka samtal um þessi mál. Viðtalið má finna hér.

Ath. með orðinu "barn" er átt við barn/ungling.