Hreyfiviku 2019 lokið

Hefði mátt vera betra útivistarveður!

Hreyfiviku er lokið, en hún var frá 27. maí til 2. júní - því miður í hálfgerðu haustveðri. Hreyfibækurnar sem settar voru á fjóra Lions bekki hafa verið sóttar og skoðaðar, sæmileg þátttaka var í verkefninu þrátt fyrir veður.

Hreyfingin sem aðallega er skráð í bækurnar eru hjólreiðar og ganga (oft ganga með hunda). Ferðamenn eru greinilega duglegir að heimsækja Tvísöng og láta þar veður ekki stoppa sig. En einnig virðast fossarnir og Vestdalurinn heilla ferðamennina.

Einn Seyðfirðingur stendur klárlega upp úr varðandi þátttöku í þessu hreyfivikuverkefni og verður honum hrósað sérstaklega hér, en það er Borgþór Jóhannsson. Borgþór kvittaði einfaldlega fyrir hreyfingu alla daga vikunnar.

hsam

Þátttakendum er öllum þakkað fyrir þátttökuna, með von um bjartara og hlýrra sumarveður og áfram haldandi hreyfingu - í hvers konar formi. 

hsam