Heilsueflandi fréttir

Tekur þú þátt í bíllausri viku eða símalausum samverudegi?

Eins og margir vita tekur Seyðisfjarðarkaupstaður þátt í þróunarverkefni í samvinnu við Landlæknisembættið, sem heitir Heilsueflandi samfélag (HSAM).

Aðaláhersla verkefnisins er að heilsa og líðan allra þegna samfélagsins sé höfð í fyrirrúmi. Stöðug áhersla skal vera á að bæta umhverfi íbúa, minnka ójöfnuð og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi.

Á árinu 2019 var stefnt að markvissri kynningu á sjálfu verkefninu. Samvinna hefur verið við lögreglu varðandi umferðaröryggismál og einnig var stefnt að vinnu við gangbrautir, gangstéttir og hraðamerkingar. Samvinna við Seyðisfjarðarkirkju – m.a. bleik messa og hjartamessa. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa sett upp skilti þar sem óskað er eftir að drepið sé á bifreiðum og einnig eru fastir liðir eins og bíllaus vika og símalaus samverudagur 2x á ári. Lions bekkir hafa einnig skotið upp kollinum víða og heilsueflandi viðtöl munu birtast á vefsíðu kaupstaðarins út árið.

Á árinu 2020 er stefnt að öflugri kynningu á Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, ásamt aukinni samvinnu við eldri borgara og erlenda íbúa - auk fastra liða, sem flytjast milli ára.

Litið er á verkefnið sem samfélagslegt þróunarverkefni, þar sem allir íbúar mega leggja orð í belg. Boðið er upp á innsend erindi og hugmyndir til stýrihóps Heilsueflandi Seyðisfjarðar í gegnum vefsíðu kaupstaðarins.


 

Some of you may know by now that Seyðisfjörður participates in a project called „Healty Society“ (HSAM) which is a cooperation with Landlæknisembættið in Iceland.


This projects biggest focus is towards physical and emotional health of the residents of Seyðisfjörður, to improve the environment, reduce inequality and to reduce possible consequenses of cronic diseases – all with different kinds of preventions and health work for the residents.


In 2019 the main focus was to promote and introduce this big project to you. Also, there has been cooperation with the local police about traffic safety around the schools and with Seyðifjörður church; e.g. pink mass (Oct) and red heartmass (Feb). The plan was also to increase the number of walkways, pavements and speed labeling in town. Many businesses and institutions have put up a sign on their parkinglots „To please turn off the car“ and there are also regular events as „Week without the car“ and „Sunday without the mobile“ two times a year.


Benches from Lions organization have also been put around in the town and monthly interviews have been published on the towns website.
Plans for 2020 are to introduce social services in Egilsstaðir, to increase cooperation with older peolpe and international inhabitants of Seyðisfjörður, along with our primary focus with this project and other annual events.This project is a social developmet where the whole society works together. If you have any ideas or questions regarding this project feel free to contact us through www.sfk.is

hsam