Betri sorpflokkun

Gjaldskylda og klippikort

Eigendur fasteigna í Seyðisfjarðarkaupstað eiga von á pósti sem inniheldur annars vegar klippikort og hins vegar upplýsingabækling varðandi gjaldskyldu sorpflokkunar. Í bæklingnum er útskýrt vandlega um hvað málið snýst og eru bæjarbúar hvattir til þess að kynna sér hann vel og vandlega.

Markmiðið með verkefninu er að láta sem mest sorp fara í endurvinnslu og eins lítið og mögulegt er til urðunar. Bæjarbúar eru því hvattir til að flokka betur og einnig er Íslenska Gámafélagið hvatt til þess sama. 

Vinsamlegast sýnum starfsfólki umburðarlyndi á meðan þessar breytingar ganga yfir.