Gönguklúbburinn lætur smíða brú

Yfir Hjálmá

Gaman er að segja frá því að Gönguklúbburinn hefur látið smíða brú sem ætluð er yfir Hjálmá í Hjálmárdal. Unnið er að því að fá Landhelgisgæsluna til að flytja hana á staðinn með þyrlu seinna í sumar. Farið verður í að undirbúa festingar á staðnum þegar snjóa leysir.

Göngubrú

Á Háubökkum, við upphaf gönguleiðarinnar í Vestdal, er einnig búið að setja stóran stein og festa á hann upphafspóstana með gönguleiðakortunum. Hross hafa í gegnum tíðina farið illa með staurana sem kortin voru á svo tekið var á það ráð að notast við steininn í staðinn.