Er Austurland fjölmenningarlegt samfélag?
23.06.2020
Í dag klukkan 14.
Í dag, þriðjudaginn 23. júní, frá klukkan 14-16.30 verður haldið málþing á Neskaupsstað. Málþingið ber nafnið Er Austurland fjölmenningarsamfélag. Á Austurlandi eru um 11% íbúa af erlendum uppruna. Fjallað verður um stöðu og reynsluheim þess, sérstaklega á Austurlandi.
Það eru allir velkomnir á þingið og kostar ekkert inn. Þingið er haldið í Egilsbúð.