Fjarfundur með Rannís
13.05.2020
Fimmtudaginn 14. maí klukkan 16
Fimmtudaginn 14. maí kl. 16 stendur Austurbrú fyrir kynningarfundi í samstarfi við Rannís vegna styrkúthlutunar sem fyrirhuguð er í sumar. Fulltrúar Rannís munu fara yfir starfsemi og virkni Tækniþróunarsjóðs og kynntur verður skattafrádráttur vegna rannsóknar- og þróunarverkefna.
Fundurinn fer fram á Zoom og er þátttaka ókeypis.
Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt.
Skráning er nauðsynleg.
Skráning: eythor@austurbru.is