Fjáröflunarverkefni
Lionsklúbburinn á Seyðisfirði stendur fyrir fjáröflunarverkefni um þessar mundir. Um er að ræða könnur með mynd af Fjarðarheiðagöngum, annars vegar Seyðisfjarðarmegin og hins vegar Fljótsdalshéraðsmegin. Myndirnar eru hannaðar af Þorkeli Helgasyni.
Kannan kostar 2000 krónur. Hægt er að kaupa tvær könnur á 3500 krónur og 3 eða fleiri á 1750 krónur stykkið. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Snorra Jónssyni sj@svn.is, sími 864-4242 eða Gunnari Sverrissyni gunnarsv@svn.is, sími 894-4609.
Könnurnar eru til að mynda kjörin hugmynd sem gjöf og á allar kaffistofur. Allur ágóði af sölunni rennur til verkefna í þágu Seyðfirðinga í heimabygð.
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.