Fjölmenni á fjarfundi um stöðu sameiningarmála

Leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og þjónustu

Tæplega sextíu starfsmenn sveitarfélaganna fjögurra komu saman til fjarfundar þann 24. mars síðast liðinn til að fara yfir stöðu verkefnisins Sveitarfélagið Austurland. Noktun fjarfundabúnaðar í samskiptum er í samræmi við stefnu nýs sveitarfélags um að vera leiðandi í rafrænni þjónustu og stjórnsýslu.

Nauðsynlegt er að gera breytingar á tíma-og verkáætlun verkefnisins í kjölfar frestunar sveitarstjórnarkosninga vegna heimsfaraldurs Covid-19. Frestun kosninganna leiðir til þess að staðfesting sameiningarinnar frestast einnig og þar með að sveitarfélagið taki formlega til starfa. Í því felast bæði áskoranir og tækifæri. Með auknum tíma gefst tækifæri til að vinna nánar í ákveðnum verkefnum og undirbúa fyrir nýja sveitarstjórn. Hins vegar frestast ákvarðanir sem ný sveitarstjórn skal taka, svo sem um val á nafni, afgreiðsla á reglum og endanleg afgreiðsla stjórnskipulags.

Sjá alla fréttina hér.