Fjölþætt heilsuefling 65 ára og eldri

Í dag klukkan 16

Janus Guðlaugsson verður með fyrirlestur og kynningu um fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri mánudaginn 8. apríl frá klukkan 16-17.30. Erindið verður flutt í fundarsal íþróttahússins á 2. hæð.

Janus lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2014 og hefur verið að stunda rannsóknir og kennslu á sviði eldri aldurshópa síðustu 20 ár. Hann rekur nú sitt eigið fyrirtæki Janus heilsuefling.


Farið yfir markmið verkefnis innihald þess og væntanlegan ávinning. Einnig komið inn á ávinning hjá þeim þátttakendum sem nú eru í verkefninu og hafa verið undanfarna 18 mánuði í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Einnig komið inn breytingu á aldurssamsetningu Íslendinga á næstu árum og mikilvægi heilsueflandi forvarnarstarfs fyrir eldri aldurshópa.


Aðgangur ókeypis.

hsam