Flugvallarhlaup

Á morgun, 25. júlí

Á morgun, laugardaginn 25. júlí, fer fram Flugvallarhlaup á Seyðisfirði. Hlaupið er einn af viðburðunum í tilefni af 125 ára afmæli kaupstaðarins. Vegalengdir í boði eru 8,5 km og 10 km og hefst hlaupið klukkan 10. Áhugasamir geta tekið á móti hlaupurum við Kaffi Láru / Regnbogagötu, þar sem hlaupið endar. Áætla má að fólk sé að koma í mark frá kl. 10.45 og fram til kl. 11.30.

Þátttakendur í hlaupinu eru 16, 14 sem hlaupa 10 km og tveir 8,5 km. Hlaupið, sem er unnið í samvinnu við Huginn, er styrkt af Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðarkaupstaðar, Blóðbergi, Hótel Öldunni og Kjörbúðinni. Þátttökugjöld renna til Íþróttafélagsins Hugins.

hsam